Vestfirski Shakespeare dagurinn verður haldin hátíðlegur á Hrafnseyri og í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði 27. september. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Málþing á Hrafnseyri kl. 13. – 17.00
Leiklestur í Kómedíuleikhúsinu Haukadal kl. 20.00
Málþing um William Shakespeare með vestfirskri slagsíðu á Hrafnseyri í Arnarfiðri og Shakespeare leiklestur í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði.
- Setning málþings – Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, starðarhaldari á Hrafnseyri, og er hún jafnframt málþingsstjóri.
- Hamlet var ekki til á Íslensku á Bíldudal svo ég varð bara að snara því, já til að geta lesið það. - Elfar Logi fjallar um alþýðufræði- og listamanninn Ingivald Nikulásson.
- Hvers vegna Shakespeare – Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, fjallar um skáldið.
Hlé boðið verður uppá hjónabandssælu og kaffi.
- Tónlistaratriði Elin Sveinsdóttir og Sara Hrund Signýjardóttir flytja 3 lög er sótt eru í sagnaarf skáldsins William Shakespeare.
- Óþelló Matthíasar – Ingibjörg Þórisdóttir.
- Að leika Shakespeare? Skúli Gautason.
Stutt kaffihlé
- Shakespeare Pallborð – Margrét stýrir pallborði um skáldið William Shakespeare til spjalls og svara verða þau Jón Viðar Jónsson, Ingibjörg Þórisdóttir, Skúli Gautason og Elfar Logi Hannesson.
- Málþingslok.
Dagskráin heldur svo áfram í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal Dýrafirði um kveldið eða kl.20.00. Þar sem boðið verður uppá leiklestur úr verkum William Shakespeare í þýðingu Vestfirðinganna Ingivalds Nikulássonar og Matthíasar Jochumssonar. Flytjendur eru vestfirsku leikararnir Elfar Logi Hannesson og Elín Sveinsdóttir.
Sjáumst á Hrafnseyri og í Kómedíuleikhúsinu Haukadal á Vestfirska Shakespearedeginum 27. september.