Laugardaginn 24. maí verða rithöfundarnir Ian Roy og Greta Lietuvninkaité á Heimabyggð, lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti.
Húsið opnar kl. 19:00 og dagskráin hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum velkominn.
Kanadíski rithöfundurinn Ian Roy sem dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland og Greta Lietuvninkaité sem býr á Ísafirði bjóða til samverustundar á Heimabyggð laugardagskvöldið 24. maí. Þar munu þau lesa úr verkum sínum og spjalla um hvert við förum í leit að sögum og hvað við gerum þegar við finnum þær.
Ian Roy hefur gefið út sex bækur, þar á meðal væntanlegt safn sagna sem heitir Astrid, Aghast. Nokkrar af sögunum úr þeirri bók voru skrifaðar þegar Ian dvaldi síðast í gestavinnustofum ArtsIceland árið 2023. Áður hafa komið út eftir hann tvö smásagnasöfn, listabók og ljóðabók. Síðasta bókin hans, skáldsaga fyrir börn sem nefnist Stúlkan sem gat flogið, var að miklu leyti skrifuð hér á landi og byggir á sögu Íslands og þjóðsögum. Eins og áður sagði dvelur Ian um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland og vinnur að ritgerðasafni sem fjallar um hvernig landafræði mótar okkur.
Greta er litháískur rithöfundur með gráðu í sálfræði, sem kom fyrst til Íslands sumarið 2017. Af einskærri forvitni og löngun til að tengjast betur fólkinu í bænum skipulagði hún sína fyrstu ritsmiðju og bauð til þátttöku. Nú, sex árum síðar, er hún vinsæll leiðbeinandi ritsmiðju sem hún kallar „Write it Out“, og býður mánaðarlega upp á námskeið í ritsmíðum. Þessi starfsemi setur mark sitt á mannlífið yfir háveturinn á svæði þar sem sólin rís ekki yfir fjöllin í rúma tvo mánuði - vitnisburður um iðandi samfélag sem skín innan frá.