Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Gullkistan Vestfirðir

September 6 at 12:00-17:00

Laugardaginn 6. september 2025 á milli 12 og 17 verður í Íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði umbreytt í sannkallaða Gullkistu – vettvang þar sem kraftur Vestfjarða í atvinnulífi og menningu birtist í allri sinni dýrð – er sýningin Gullkistan Vestfirðir fer fram.

Gullkistan Vestfirðir 2025 er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem kynnir það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Með slagorðinu „Þar sem hugmyndir blómstra, tengsl myndast og framtíðin fæðist“ leggur sýningin áherslu á Vestfirði sem framsækið og líflegt samfélag byggt á sterkum rótum og hugviti.

Gullkistan Vestfirðir er frábær vettvangur fyrir tengslamyndun þeirra sem starfa á svæðinu og verður einnig boðið upp á hliðarviðburði og skemmtidagskrá til að hámarka gleðina.

Vestfjarðastofa leiðir vinnuna við sýninguna. Hér má finna frekari upplýsingar um Gullkistuna Vestfirði. Nánari upplýsingar veita gudrunanna@vestfirdir.is eða solvi@vestfirdir.is