Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Framtíð Vestfjarða - Þér er boðið að borðinu. Opinn íbúafundur á Ísafirði.

May 29 at 16:30-18:30

Vestfjarðastofa boðar til íbúafunda á Vestfjörðum þar sem fjallað verður um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029. Allir Vestfirðingar ungir sem aldnir – nýir sem gamlir eru hjartanlega velkomnir!

Á Ísafirði verður fundurinn haldinn í Edinborgarhúsinu miðvikudaginn 29. maí og hefst kl. 16:30.

Á fundinum mun Hrafnkell Proppé fjalla um gerð svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er í þá vinnu að gera sameiginlegt skipulag fyrir Vestfirði í heild sinni.

Hjörleifur Finnsson verður með stutt erindi um loftlags- og orkuskiptaáætlanir sem eru mikilvægur liður í þessari vinnu.

Héðinn Unnsteinsson og Herdís Sigurgrímsdóttir fjalla um gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Vestfirði en hún er aðgerðaráætlun sem gerð er til fimm ára í senn. Í sóknaráætlun á hverjum tíma eru áherslur sem nýttar eru við úthlutun fjármagns

Hópavinna þar sem annarsvegar verður unnið með áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 og hinsvegar með Framtíðarmyndir Vestfjarða 2050. Niðurstöður hópavinnu og umræðna verða nýttar við mótun framtíðarskipulags og aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði.

Við hvetjum ykkur öll til að koma og taka þátt í þessari mikilvægu vinnu sem leggur drög að framtíðarskipulagi á Vestfjörðum í gegnum svæðisskipulagið og áherslum fyrir þau verkefni sem ákveðið verður að ráðast í næstu fimm árin í gegnum sóknaráætlun.

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki klukkan 18:30 og þá verður öllum fundargestum boðið upp á grillaðar pylsur

Boðið verður upp á barnapössun á meðan á fundi stendur

GPS points

N66° 4' 15.663" W23° 7' 16.329"