Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Einleikurinn Flokkstjórinn á sunnanverðum Vestfjörðum

July13 - 14

Price description

Ókeypis

Leik­sýn­ingin Flokk­stjórinn, útileikhús um unglinga og illgresi, verður sýnd á Frið­þjóf­s­torgi á Patreks­firði 13. júlí kl. 19:30 og í Tung­unni á Bíldudal þann 14. júlí kl. 16:30.

Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur.

Flokkstjórinn er einleikur sem enginn má láta framhjá sér fara, fluttur undir berum himni og fjallar um þá gríðarlega erfiða verkefni sem það getur verið að vinna með unglingum. Leiksýningin byggir á reynslu Hólmfríðar Hafliðadóttur sem flokkstjóra í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í illa innrætt samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Því jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú telur þig vera með.

Verkefnið er styrkt af menningar- og ferðamálaráði Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Verkið var valið til sýninga á hátíðunum RVK Fringe og Act Alone á Suðureyri síðasta sumar, en hefur einnig verið sýnt á Seltjarnarnesi, Stykkishólmi og Grundarfirði. Ókeypis er inn á sýninguna en panta þarf miða á tix.is. Sýningin er um 40 mínútur.

Location

Friðþjófstorg og Tungan