Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Völvur og væringjar, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur flytur erindi

28. mars kl. 16:00

Völvur og væringjar
- á skírdag í Skálanum Þingeyri
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur flytur erindi
Land næturinnar er nýjasta bók Dýrfirðingsins Vilborgar Davíðsdóttur. Þar segir frá ævintýralegri ferð
völvunnar Þorgerðar Þorsteinsdóttur í Austurveg en það er heitið sem norrænir menn höfðu um
siglingaleiðina úr Eystrasalti um ár og fljót Rússlands og Úkraínu á víkingaöld. Vilborg leiðir lesendur ekki
aðeins um Garðaríki heldur einnig í seiðferð í undirheima. Hún segir frá rannsóknum sínum að baki
sögunni, tengslum spuna og fjölkynngi og sýnir myndir og kort á glærum, ullarstaf og völvustaf magnaðan
dýrum og fuglum.
Skáldsagan hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum sem lesendum og var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Á bókarkápu segir: „Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á
Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs
Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir
Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og
lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira
hugrekki að lifa en deyja.“

GPS punktar

N65° 52' 32.242" W23° 30' 52.515"

Staðsetning

Skálinn - Víkingasetur Þingeyri