Upplýsingar um verð
3500
Sannkallaðir stórtónleikar þar sem vin- og söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius bjóða upp á veislu sönglaga þýska tónskáldsins Kurts Weills ásamt tíu manna hljómsveit listamanna hátíðarinnar. Lögin eru útsett fyrir tilefnið af Þórði Magnússyni og spanna feril Weills en í ár eru liðin 125 ár frá fæðingu hans.
Miðasala er hafin, hátíðarpassar gilda og veita aðgang að öðrum tónleikum hátíðarinnar auk þess að tryggja sæti á Sumarjazzi Jómfrúarinnar og veita afslátt.