Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Pavements helgi á Ísafirði

12.-13. september

Upplýsingar um verð

7.500 kr.

Dagana 12.–13. september verður boðið upp á einstaka PAVEMENTS-helgi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðarbíói. Tilefnið er Íslands-frumsýning nýjustu kvikmyndar leikstjórans Alex Ross Perry, PAVEMENTS, sem fjallar á ferskan og óhefðbundinn hátt um hina goðsagnakenndu indie hljómsveit Pavement. Hljómsveitin á stóran fylgjendahóp meðal rokk og indie áhugafólks á Íslandi og um heim allan og lék m.a. á þrennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu fyrir tveimur árum í endurkomutúr sveitarinnar 2022-2023.

Sérstakur gestur helgarinnar verður Bob Nastanovich úr Pavement, sem deilir sögum, svarar spurningum og tekur sjálfur þátt í dagskránni sem plötusnúður.

Miðasala er hafin á Glaze!

Aðalnúmer tónleikakvöldsins verður hljómsveitin Reykjavík!, sem stígur á svið í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 13. september ásamt fleira tónlistarfólki sem verður nánar kynnt síðar. Hljómsveitin Reykjavík! er þekkt fyrir kraftmikla tónlist og sviðsframkomu og átti magnaða endurkomu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður fyrr á þessu ári. Að lokum heldur Bob Nastanovich svo uppi fjörinu með DJ-setti til að loka kvöldinu.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 12. september – Edinborgarhúsið

Indie pöbbkviss Eftirpartí

Laugardagur 13. september

Kl. 16:00: Síðdegissýning á PAVEMENTS í Ísafjarðarbíói Spurt og svarað (Q&A) með Bob Nastanovich að sýningu lokinni Kvöldtónleikar með Reykjavík! og gestum í Edinborgarhúsinu DJ-sett með Bob Nastanovich til að loka kvöldinu

Einstök upplifun á Ísafirði

Áhorfendur fá einstakt tækifæri til að upplifa nýja kvikmynd Alex Ross Perry á stóru tjaldi í Ísafjarðarbíói, sem hefur starfað sleitulaust í 90 áru og er af mörgum talið eitt besta bíó landsins. Þetta er einnig einstakt tækifæri til að fá innsýn í feril Pavement frá Bob Nastanovich og njóta tónleika með Reykajvík!

GPS punktar

N66° 4' 15.663" W23° 7' 16.329"

Staðsetning

Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7 Ísafirði

Sími