Síðkvöldstónleikar á Dokkunni, brugghúsi bæjarins, þar sem fjögur vinsæl söngvaskáld, Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK), Ellis Ludwig-Leone (San Fermin) og heimamaðurinn Mugison flytja nýja tónlist í félagi við hljóðfæraleikara úr kammerhópnum Decoda frá Bandaríkjunum.
Stakir miðar verða ekki settir í sölu strax en hátíðarpassar veita aðgang og sala þeirra er hafin. Athugið að fyrr um kvöldið eru stórtónleikar með Sigríði Thorlacius og Hildigunni Einarsdóttur. Hátíðarpassi veitir aðgang að þeim og afslátt að Sumarjazzi Jómfrúarinnar á daginn eftir.