Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson á Vagninum

24. júlí kl. 21:30

Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson spila á Vagninum 24. júlí.

Í sumar leggja Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, af stað í músíkalst ferðalag um landið. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Nú skal leikurinn endurtekinn.

Í þrjár vikur helga Una og Haffi sig því gleðilega verkefni að spila úti um allt land. Með sinn hvorn gítarinn að vopni og í góðum félagsskap verða þau óstöðvandi og skemmtilegheitin allsráðandi. Eltið þau uppi og skiljið allt nema góða skapið eftir, af því að staðreyndin er sú að við þurfum ekki neitt.

Frekari upplýsingar má finna á www.unatorfa.com

Facebook-viðburður