Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tónleikar í Hömrum: Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach

28. september kl. 19:30-20:30

Ísfirðingarnir og bræðurnir Mikolaj píanóleikari, Maksymilian og Nikodem Frach, fiðluleikarar, halda tónleika í Hömrum fimmtudaginn 28. september kl. 19.30.

Piltarnir eru í framhaldsnámi í Póllandi, en Mikolaj kennir við Tónlistarskólann tímabundið í vetur. Þeir bræður hafa sýnt heimabænum sínum, Ísafirði, einstaka ræktarsemi og hafa með reglulegu millibili gefið Ísfirðingum kost á að fylgjast með framgangi námsins, spennandi!

Missið ekki af þessum frábæra viðburði. Aðgangur ókeypis!