Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tom Waits – Enn 75 ára!

20. september kl. 20:30-22:00

Ólíkindatólið Tom Waits varð 75 ára síðasta haust og af því tilefni voru haldnir tónleikar honum til heiðurs – sem tókust svo glimrandi vel að hljómsveitin ákvað (eftir ótal áskoranir) að endurtaka leikinn. Það tók örlitla stund að ná (næstum) öllum hljóðfæraflokknum aftur saman en hafðist þófyrir rest, með viðbótum, og til stendur að telja í þann 20. september næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sem fyrr verða leikin lög frá öllum ferlinum – flest þeirra sem voru síðast en ekki öll og nokkur ný – úr ótrúlega fjölbreyttum hljóðheimi Waits, sem spannar allt frá utangarðsmannablús yfir í suðræna dansmúsík, frá hátimbraðri leikhúsmúsík yfir í fönkskotið industrial noise, frá syngjandi sveiflum yfir í rómantískar píanóballöður og allt þar á milli.

Miðaverð: 4.900 krónur. Miðasala auglýst á Facebook-viðburði.

Fram koma (a.m.k.!):
Skúli mennski (gítar, söngur, bassi)
Sara Hrund Signýjar (píanó, söngur, slagverk)
Stefán Freyr Baldursson (gítar)
Baldur Páll Hólmgeirsson (slagverk)
Gosi (Andri Pétur Þrastarson) (gítar, söngur)
Tinna Ólafsdóttir (bassi, fiðla, söngur)
Kristinn Gauti Einarsson (trommur, slagverk)
Eiríkur Örn Norðdahl (bassi, kontrabassi, dobró, söngur)
Tómas Ragnarsson (söngur, munnharpa)