Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Spacestation á Húsinu

5. júlí kl. 21:00

Í júlí mun Reykvíska rokksveitinn Spacestation halda á tónleikaferðalag í kringum Ísland og spila allskyns hávaða og læti fyrir þá sem vilja heyra.

Annað stopp: Ísafjörður - Húsið - FRÍTT INN

Ísland Syndrome túrinn heitir í höfuðið á fyrstu breiðskífu sveitarinnar "Reykjavík Syndrome" sem kom út fyrr á árinu og hlaut frábærar viðtökur. Drengirnir ætla að keyra um landið og spila Reykjarvíkurheilkennið fyrir landsbyggðina sem og áður- og óútgefið efni. Biluðu stuði lofað.

Hljómsveitin Spacestation dregur innblástur sinn úr 60’s rokki og shoegaze og hafa það að markmiði að hreyfa við áheyrendum svo þau dansi og dilli sér. Tónlistin fjallar um næturlífið, ást og önnur ávanabindandi efni.

Facebook-viðburður