Hljóð, tónlist, staður: fyrirlestur og tónlistarflutningur með Daryl Jamieson kl. 16:00 laugardaginn 27. september í Edinborg menningarmiðstöð.
Tónlistarmaðurinn Daryl Jamieson, sem er gestalistamaður á ArtsIceland, ræðir um listsköpun sína sem snýst um að hlusta á hljóð staða og semja tónlist með og í kringum slík náttúruhljóð. Auk fyrirlestrar og umræðu um verk sín á Vestfjörðum mun hann einnig kynna videó- og píanótónlist sem samin er í Japan.
Daryl Jamieson, sem er Kanadamaður búsettur í Japan, dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland 2019 og samdi þá m.a. mynd- og tónverk sem ber heitið Arnardalur sem hann flutti á tónleikum í Edinborg.