Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rithöfundarheimsókn: Sigríður Hagalín Björnsdóttir

9. apríl kl. 17:00-18:00
Glíman við hamingjuna og söguna
 
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17 fáum við rithöfundinn og blaðamanninn Sigríði Hagalín Björnsdóttur í heimsókn en hún ætlar að fjalla um bókina Hamingja þessa heims - sögulega skáldsögu sem gerist að miklu leyti á fimmtándu öld. Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Á Íslandi ríkti óöld, þar sem enskir kaupmenn, sjóræningjar, útsendarar Danakonungs og innlendir höfðingjar tókust á um völdin.
Höfundurinn ræðir m.a. muninn á skáldskap og sagnfræði, glímuna við heimildirnar og leitina að Ólöfu ríku Loftsdóttur, ríkustu og voldugustu konu Íslandssögunnar.

Heitt á könnunni og öll velkomin.