Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Pavements helgi á Ísafirði

12.-13. september

Upplýsingar um verð

7.500 kr.

Dagana 12.–13. september verður boðið upp á einstaka PAVEMENTS-helgi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðarbíói. Tilefnið er Íslands-frumsýning nýjustu kvikmyndar leikstjórans Alex Ross Perry, PAVEMENTS, sem fjallar á ferskan og óhefðbundinn hátt um hina goðsagnakenndu indie hljómsveit Pavement. Hljómsveitin á stóran fylgjendahóp meðal rokk og indie áhugafólks á Íslandi og um heim allan og lék m.a. á þrennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu fyrir tveimur árum í endurkomutúr sveitarinnar 2022-2023.

Sérstakur gestur helgarinnar verður Bob Nastanovich úr Pavement, sem deilir sögum, svarar spurningum og tekur sjálfur þátt í dagskránni sem plötusnúður.

Miðasala er hafin á Glaze!

Aðalnúmer tónleikakvöldsins verður hljómsveitin Reykjavík!, sem stígur á svið í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 13. september ásamt fleira tónlistarfólki sem verður nánar kynnt síðar. Hljómsveitin Reykjavík! er þekkt fyrir kraftmikla tónlist og sviðsframkomu og átti magnaða endurkomu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður fyrr á þessu ári. Að lokum heldur Bob Nastanovich svo uppi fjörinu með DJ-setti til að loka kvöldinu.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 12. september – Edinborgarhúsið

Indie pöbbkviss Eftirpartí

Laugardagur 13. september

Kl. 16:00: Síðdegissýning á PAVEMENTS í Ísafjarðarbíói Spurt og svarað (Q&A) með Bob Nastanovich að sýningu lokinni Kvöldtónleikar með Reykjavík! og gestum í Edinborgarhúsinu DJ-sett með Bob Nastanovich til að loka kvöldinu

Einstök upplifun á Ísafirði

Áhorfendur fá einstakt tækifæri til að upplifa nýja kvikmynd Alex Ross Perry á stóru tjaldi í Ísafjarðarbíói, sem hefur starfað sleitulaust í 90 áru og er af mörgum talið eitt besta bíó landsins. Þetta er einnig einstakt tækifæri til að fá innsýn í feril Pavement frá Bob Nastanovich og njóta tónleika með Reykajvík!

//////////////////////////////////////////////////////////////////////////
 
Much like the band that inspired it, Alex Ross Perry’s film PAVEMENTS resists easy categorization. It’s part rock documentary, part musical theatre, and part tongue-in-cheek biopic, all centered on ’90s indie legends Pavement.
From 12–13 September, Edinborgarhúsið in Ísafjörður will host a special PAVEMENTS weekend, featuring Bob Nastanovich of Pavement, who will be on hand to share stories and answer questions about the film and the band.
You can get tickets now by following the Glaze link in this event.
Friday, September 12
• Music quiz to kick things off
• After-party
Saturday, September 13
• Afternoon screening of PAVEMENTS at Ísafjarðarbíó
• Q&A with Bob Nastanovich immediately following
• Evening live sets by Reykjavík! and special guests
• DJ set by Bob Nastanovich to close the night
Whether you’re an OG slacker, a curious newcomer to ’90s indie, or simply someone who loves music, this weekend promises a unique mix of film, conversation, and celebration.
Grab your friends, mark your calendar, and don’t miss your chance to hang out with Bob, watch PAVEMENTS, and party with us in Ísafjörður.