Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Legganga – Kubbinn á Ísafirði

4. október kl. 09:00-11:00

Ísfirðingar ætla að bjóða upp á Leggöngu laugardaginn 4.október kl. 9 undir handleiðslu Hafdísar Gunnars, Ásu Þorleifs, Salóme Ingólfs og Völu Daggar.

Gengið er frá bílastæðinu við rafstöðina í Engidal kl. 09:00 og upp á Kubbann.

Gangan er partur af átaki LífsKrafts sem miðar að því að útrýma leghálskrabbameini á Íslandi. Leghálskrabbamein er enn orsök dauðsfalla meðal íslenskra kvenna, þrátt fyrir að með skimun og bólusetningu sé raunhæft að koma í veg fyrir nánast öll tilfelli sjúkdómsins.

Markmið átaksins

  • Safna fyrir bóluefnum fyrir þá árganga sem enn eru óbólusettir, konur á aldrinum 25-37 ára, og stuðla að því að allar konur fái vörn.
  • Auka vitund og hvetja konur til reglulegrar skimunar og að hlúa að eigin heilsu.
  • Sameina krafta samfélagsins – heilbrigðisyfirvöld, félagasamtök og almenning – í sameiginlegri baráttu sem varðar líf og heilsu kvenna á Íslandi.

SAMAN getum við tekið stór skref í baráttunni gegn leghálskrabbameini