Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íþróttavika Evrópu 2023

23.-30. september

Íþróttavika Evrópu fer fram dagana 23.-30. september. Af því tilefni er blásið til fjölbreyttra íþróttaviðburða í Ísafjarðarbæ í samstarfi við HSV. Dagskráin er hér að neðan en ítarlegri dagskrá má finna í upplýsingabæklingi og á www.hsv.is.

23. september — laugardagur
10:00-11:00 Sundleikfimi fullorðinna í sundlaug Þingeyrar

24. september — sunnudagur
10:30-12:00 Opinn íþrótta- og leikjatími Höfrungs fyrir alla fjölskylduna í íþróttahúsinu á Þingeyri
12:00 Fyrirlestur og hlaupaæfing. Arnar Pétursson veitir nýja sýn á hlaup og hreyfingu á sal Grunnskólans á Ísafirði. Að loknum fyrirlestri mun Arnar leiða hlaupaæfingu.

25. september — mánudagur
10:00 Jóga heldri borgara í leikfimisalnum á Hlíf, Ísafirði
10:30 Heldri hreysti, opinn tími fyrir eldri borgara í Stöðinni heilsurækt, Ísafirði.
12:00 Styrkur í Stöðinni heilsurækt, Ísafirði, opinn tími.
13:30 Heilsuganga heldri borgara frá Hlíf, Ísafirði.
20:00 Gönguhópur Höfrungs á Þingeyri. Mæting við íþróttahúsið.

26. september — þriðjudagur
10:30 Meðgöngu- og mömmuþjálfun í Stöðinni heilsurækt, Ísafirði, opinn tími.
13:30 Heilsuganga heldri borgara frá Hlíf, Ísafirði.
17:00 Styrktarhlaup Riddara Rósu fyrir alla fjölskylduna, hlaupið frá Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
18:00 Karlahreysti á Ísafirði, hist við íþróttahúsið á Torfnesi.

27. september — miðvikudagur
09:45 Leikfimi heldri borgara í leikfimisalnum á Hlíf, Ísafirði.
10:30 Heldri hreysti, opinn tími fyrir eldri borgara í Stöðinni heilsurækt, Ísafirði.
13:30 Heilsuganga heldri borgara frá Hlíf, Ísafirði.
17:00 Hlaupaæfing undir leiðsögn Snorra Einarssonar á Ísafirði, opin skíðaæfing SFÍ.
17:00 HlaupahópurINN á Flateyri, hist við sundlaugina.
17:00-17:45 Körfuboltaleikir, opinn tími. Leikir og skotkeppni á Torfnesi, Ísafirði.
17:30 Opinn blaktími í íþróttahúsinu á Þingeyri.

28. september — fimmtudagur
13:30 Heilsuganga heldri borgara frá Hlíf, Ísafirði.
15:00-18:00 Opið hús hjá Klifurfélaginu í Skátaheimilinu við Mjallargötu á Ísafirði.
16:00 Opin handboltaæfing fyrir 5-7 ára, íþróttahúsinu Austurvegi, Ísafirði.
16:45 Sjósund við bryggjuna í Holti, Önundarfirði.
18:00 Karlahreysti á Ísafirði, hist við íþróttahúsið á Torfnesi.

29. september — föstudagur
09:00 Ringó kynningartími, hreyfing fyrir fullorðna í íþróttahúsinu á Þingeyri.
09:45 Leikfimi heldri borgara í leikfimisalnum á Hlíf, Ísafirði.
11:45-13:45 Opin boccia-æfing hjá Íþróttafélaginu Kubba í íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði.
13:30 Heilsuganga heldri borgara frá Hlíf, Ísafirði.
15:00-18:00 Opið hús hjá Klifurfélaginu í Skátaheimilinu við Mjallargötu á Ísafirði.
15:00 Opin handboltaæfing fyrir stráka í 3.-7. bekk, íþróttahúsinu Torfnesi Ísafirði.
16:00 Opin handboltaæfing fyrir stelpur í 3.-7. bekk, íþróttahúsinu Torfnesi Ísafirði.
17:00 Hlaupaæfing undir leiðsögn Snorra Einarssonar á Ísafirði, opin skíðaæfing SFÍ.

30. september — laugardagur
09:00 Karlahreysti á Ísafirði, hist við íþróttahúsið á Torfnesi.