Fara í efni

Hádegistónleikar Nikodem og Mikolaj Frach

13. september kl. 12:00-12:30

Á 75 ára afmælisári Tónlistarskólans munum við bjóða bæjarbúum upp á reglulega 20 mínútna örtónleika í hádeginu, þar sem ísfirskir tónlistarmenn munu leika listir sínar. Tilvalið er að bregða sér í Hamra í hádegishléi og fylla sálina af andlegri næringu.

Fyrstu hádegistónleikarnir á afmælisári Tónlistarskólans eru með bræðrunum Mikolaj og Nikodem Frach, sem margir Ísfirðingar hafa fylgst með frá því þeir voru litlir snúllar í tónlistarnámi. Mikolaj kennir við skólann í vetur og Nikodem hleður batteríin af vestfirskri orku áður en hann heldur aftur út til frekara náms.

Mikolaj og Nikodem verða með tónleikana miðvikudaginn 13. september í Hömrum. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa í 30 mín.

Aðgangur ókeypis!!!!

Hádegistónleikarnir eru hluti af 75 ára afmælishátíðarhöldum Tónlistarskólans.

Efnisskrá:

1. J.S.Bach- Busoni : Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639
2. F.Liszt: Sonetto 104 del Petrarca
3. Eugène Ysaÿe – sónata fyrir einleiksfiðlu nr.4 e-moll, Op. 27
4. Atli Heimir Sveinsson – Intermezzo úr Dimmalimm.

Nánari upplýsingar á vef tónlistarskólans.