Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjármálamót: Lífeyrir og netöryggi

14. maí kl. 16:00

Þér er boðið á Fjármálamót, fræðslu hjá Landsbankanum um lífeyristöku og netöryggi.

Skráning er nauðsynleg og fer fram hér: https://www.landsbankinn.is/fjarmalamot-mai-2025

Gústav Gústavsson, sölustjóri hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu, fer yfir hvers er að vænta við starfslok og hvaða ráðstafanir þarf að gera áður en kemur að lífeyrisaldri og starfslokum.

Brynja M. Ólafsdóttir, sérfræðingur í Regluvörslu, fer yfir helstu tegundir netsvika og hvers konar netsvik eru áberandi í dag. Þá fer hún vel yfir hvernig sé best að fyrirbyggja slík svik.

Léttar veitingar og heitt á könnunni.

Fjármálamótið verður haldið í Bryggjusal Edinborgarhússins.