Ferð út í óvissuna – 1 skór
Laugardaginn. 27. september
Fararstjórn: Kemur í ljós.
Mæting kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði.
Um þessa ferð ríkir alger óvissa. Þó er nokkuð ljóst að hún verður fyrir öll skilningarvit – líka bragðskynið.
Það er reyndar einn þáttur ferðarinnar sem eyða þarf allri óvissu um en það er væntanlegur þátttakendafjöldi. Þeir sem ætla með í ferðina eru því beðnir um að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com fyrir kl. 12 föstudaginn 26. september.