Bogomil og Snillarnir á Vagninum á Flateyri, 7. júní kl. 22.
Nú er lag að fagna sumri með suðrænni sveiflu sem aldrei fyrr.
Bogomil og Snillarnir flytja gamlar og nýjar perlur Bogomils, allt frá Marsbúa cha cha cha yfir í Sjóddu frekar egg, Skítaveður og Þú Trumpar ekki Ástina!
Hljómsveitin er skipuð valmennunum:
Pálma Sigurhjartasyni - Píanó
Einari Scheving - Trommur
Jóel Pálssyni - Saxófón
Birgi Stein Theodorssyni - Bassa.
Forsala verður á TIX. Nánar auglýst síðar - fylgist vel með, svo þið missið ekki af þessari veislu.
Það má engin missa af þessu. Smellið á ykkur dansskóna, úðið á ykkur vellyktandi og komið á Bogomil og Snillana á Vagni allra landsmanna!