Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bogomil og Millarnir á Vagninum

30. mars kl. 23:00

Upplýsingar um verð

4000 kr.

Bogomil og millarnir sem nú samanstanda af Joel Pálssyni á saxafón, Einari Scheving á trommur, Pálma Sigurhjartarsyni á piano og Birgi Steini Theodórssyni á bassa eru að koma vestur að spila á Aldrei fór ég Suður og ætla að brenna á Vagninn og gera allt vitlaust á laugardagskvöldið eftir tónleikana á AFES. 

Hinn glaðbeitti og eggjandi Bogomil Font kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf sumarið 1993 með lagið Marsbúa cha cha cha, sem sló svo sannarlega í gegn.
Lagið var á hljómplötunni Ekki þessi leiðindi sem var hljóðrituð á tveimur dansleikjum í Hlégarði í Mosfellsbæ um páskana 1993 og kom út 17. júní það sumar og sló heldur betur í gegn.

Nú á 30 ára afmæli plötunnar í sumar kom út vínilplata af þessari klassísku skífu og lék Bogomil lög af henni á 17. júní í Hljómskálagarðinum með hljómsveit sem sett var saman fyrir þá helgi og samanstendur af Jóel Pálssyni á saxafón, Kjartani Hákonarsyni á trompet, Einari Val Scheving á trommur, Pálma Sigurhjartarsyni á píanó og Birgi Steini Theodórssyni á bassa.

Bogomil flutti erlendis haustið '93 en hljómsveitin Miljónamæringarnir héldu áfram með ýmsum öðrum söngvurum og voru eitt vinsælasta ballband íslandssögunnar til margra ára. Sumarböllin þeirra, helgina eftir verslunarmannahelgi og jóladansleikirnir á Hótel Sögu voru fastur passi hjá mörgum dansglöðum Íslendingum til margra ára.

Nú verður hlaðið í geggjaðan afmælisstórdansleik og kominn tími á alvöru ball á Vagninum og hefur Bogomil ekki leikið þar síðan allt varð bull sjóðandi vitlaust sumarið 1993 þegar dansað var uppi á borðum og barnum á Vagninum.

Aðgangseyrir eru kr. 4000 og selt verður við hurð.

Engin eiginleg forsala mun eiga sér stað, en við bjóðum upp á að fólk kaupi miða á barnum dagana á undan, ef fólk við gulltryggja sér aðgang að þessum sögulega viðburði. Þetta er eitthvað sem við Vagnsliðar höfum beðið eftir að gerist. Við bjóðum Bogomil og Millana hjartanlega velkomna!

Viðburður á Facebook