Birkiland flytur íslensk þjóðlög á Dokkunni Brugghús!
Birkiland er nýstofnaður þjóðlagadúett, skipaður Jóngunni Biering Margeirssyni og Steingrími Rúnari Guðmundssyni, sem báðir hafa áratugalanga reynslu í tónlistarflutningi – bæði í hljóðfæraleik, með hljómsveitum, í kórum og lúðrasveitum.
Komdu og njóttu íslenskra þjóðlaga við undirleik á langspil sem er smíðað á Þingeyri. Þeir flytja gömul þjóðlög sem hafa lifað í munnlegri geymd Íslendinga um aldir, og segja einnig sögu laganna og frá uppruna þeirra, og veita þannig innsýn í íslenskan þjóðlagaarf.
Viðburðurinn fer fram á Dokkunni Brugghús, þar sem gestir geta gætt sér á ísfirskum bjór eða léttum réttum af matseðli, á meðan tónlistin fyllir rýmið.
Mánudagur 18. ágúst kl. 13:00
Dokkan Brugghús, Ísafirði
Viðburðurinn er styrktur af Viðburðasjóði Ísafjarðarhafna.
Frítt inn – allir velkomnir!