Upplýsingar um verð
3500 kr.
Fimmtudaginn 24. ágúst leikur tríó píanóleikarans Benjamíns Gísla Einarssonar tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Tónleikarnir eru liður í röð þriggja jazz tónleika í Edinborg í ágúst með hljómsveitum sem koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Jafnframt eru tónleikarnir hluti af útgáfutúr sveitarinnar í tilefni útgáfu fyrstu plötu Benjamíns, Line Of Thought. Platan er gefin út í samstarfi við Reykjavík Record Shop og Fjorgata Records. Með Benjamín Gísla leika þau Andreas Solheim á kontrabassa og Veslemøy Narvesen á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og miðaverð er 2.500 kr.
Með hrífandi hljómi, sterkri nærveru og grípandi tónsmíðum nær Tríó Benjamíns Gísla að fanga áhorfandann frá fyrsta hljómi. Tónlistin byggir á norrænu djass hefðinni en er einnig innblásin af ljóðrænum laglínum Bill Evans, melankólískum leik Esbjörns Svenssons tríós og frjálsum spuna Cörlu Bley. Tónsmíðar Benjamíns Gísla taka hlustandann á ferðalag þar sem spilað er á heim tilfinninga og hugarástands. Fallegar og töfrandi laglínur, með impressionískum hljómum ásamt taktföstu hljóðfalli, öðlast tilveru með samspili hljóðfæraleikaranna þriggja.
Benjamín Gísli Einarsson er píanóleikari og tónskáld búsett í Noregi. Hann virkur í norsku tónlistarsenunni og kemur þar reglulega fram á stærstu djasstónlistar hátíðunum og klúbbunum þar í landi. Benjamín Gísli gaf nýlega út plötur með hljómsveitunum Bliss Quintet og Bento Box Trio sem hafa hlotið góða dóma í Jazz Wise (UK), Jazznytt (NO) og Ballade (NO).
Hlustaðu á Benjamín Gísli Trio hér:
https://sptfy.com/NzvQ
https://www.youtube.com/@BenjaminGisli
Www.benjamingisli.com
https://sptfy.com/NzvQ
https://www.youtube.com/@BenjaminGisli
Www.benjamingisli.com
Benjamín Gísli Einarsson - píanó og lagasmíðar
Andreas Solheim - kontrabassi
Veslemøy Narvesen - trommur og sög
Andreas Solheim - kontrabassi
Veslemøy Narvesen - trommur og sög
English
Benjamín Gísli Trio - Line Of Thought release tour
With their introspective lyricism and captivating, warm sound, the Benjamín Gísli Trio immediately welcomes the audience into their music. The debut album Line of Thought pays tribute to the Nordic jazz tradition, drawing on the lyrical melodies of Bill Evans, the melancholic playing of the Esbjörn Svensson Trio, and the freedom of Carla Bley. Beautiful and evocative melodies added to rich harmonies drifting complex rhythms makes up the trios Nordic and somewhat cinematic sound.
In August 2023, Line of Thought will be released on Fjordgata Records and Reykjavík Records Shop on Vinyl. Following the release, the Benjamín Gísli Trio will embark on a tour in Iceland and Norway.
With their introspective lyricism and captivating, warm sound, the Benjamín Gísli Trio immediately welcomes the audience into their music. The debut album Line of Thought pays tribute to the Nordic jazz tradition, drawing on the lyrical melodies of Bill Evans, the melancholic playing of the Esbjörn Svensson Trio, and the freedom of Carla Bley. Beautiful and evocative melodies added to rich harmonies drifting complex rhythms makes up the trios Nordic and somewhat cinematic sound.
In August 2023, Line of Thought will be released on Fjordgata Records and Reykjavík Records Shop on Vinyl. Following the release, the Benjamín Gísli Trio will embark on a tour in Iceland and Norway.
Benjamín Gísli Einarsson - piano
Andreas Solheim - upright bass
Veslemøy Narvesen - drums and saw
Andreas Solheim - upright bass
Veslemøy Narvesen - drums and saw