Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Í góðum félagsskap!

21. september kl. 14:00-16:00

Í góðum félagsskap

Opinn kynningardagur á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum!

Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður í samstarfi við Vestfjarðastofu halda opna kynningu á félagsstarfi á svæðinu.

  • Langar þig að verða hluti af hóp?
  • Finnst þér gaman að hreyfa þig?
  • Viltu virkja hugann?
  • Viltu gefa af þér?
  • Viltu taka þátt í samfélagsverkefnum?

Í góðum félagsskap fer fram laugardaginn 21. september frá klukkan 14:00-16:00 í Edinborgarhúsinu. Fjölmörg félagasamtök og íþróttafélög verða þar með bása og kynna starfsemi sína.

Komdu og kynntu þér þann fjölbreytta félagsskap sem þú getur tekið þátt í á norðanverðum Vestfjörðum!

Hlekkur á Facebook síðu viðburðar: https://www.facebook.com/events/359328920584856/

GPS punktar

N64° 8' 52.024" W21° 56' 30.138"

Staðsetning

Edinborgarhúsið