Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flæðilína

5.-25. júlí

Upplýsingar um verð

frítt

OPNUN: Flæðilína
Neðri - Tunga, Ísafirði
Staðsetning: í hlöðunni, gengið inn um dyrnar sem snúa að golfvellinum
05.07 – 25.07 2024
Opnun 05.07, kl. 16 - 18
Á sýningartímabilinu er sýningin opin mán - lau frá 10 - 16

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Flæðilína á föstudaginn 5 júlí, kl. 16:00, í Neðri Tungu, Ísafirði.
Sýningin er staðsett í Hlöðunni. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Flæðilína er hluti af mastersverkefni Rannveigar Jónsdóttur frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð.

„Í janúar 2019 fór ég frá Ísafirði á nokkurra daga túr á frystitogara að nafni Páll Pálsson ÍS-102. Á sjó hélt ég úti dagbók, tók myndir og skrásetti hljóðheim skipsins. Ferðin einkenndist af sjóveiki, endurtekningu og einangrun.“

Umhverfishljóð tekin upp um borð í togaranum óma í 5 hljóðskúlptúrum á víð og dreif um rýmið og staðsetja áhorfandann huglægt um borð í skipinu ásamt 9 skúlptúrum sem taka form sitt út frá formúlu sem listamaðurinn skáldaði út frá upplýsingum um veðurfar og staðsetningu togarans.

Sérstakar þakkir til Hrafns Guðmundssonar hjá Veðurstofu Íslands, H-G sjávarútvegsfyrirtækis og áhafnar um borð í Páli Pálssyni ÍS-102. Sýningin er styrkt af Sumarviðburðarsjóði hafna Ísafjarðarbæjar

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) myndlistarmaður leggur áherslu á hljóð og skúlptúr og texta í verkum sínum sem birtast í prent- og hljóðverkum sem og efnislegum abstrakt formum. Hún lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019). Rannveig býr og starfar á Ísafirði og hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún kennir nú við lista- og nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísafirði og vinnur sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Listasafni Ísafjarðar.

Staðsetning

Neðri Tunga, Ísafjörður (í hlöðunni)

Sími