Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjallaskíði og Skúta

6.- 9. maí

Þessi ferð er um gamlar eyðibyggðir í friðlandi Hornstranda. Fjallaskíði og skúta er hinn fullkomni ferðamáti á þessum slóðum því að friðlandinu liggja engir vegir. Aðeins er hægt að nálgast Jökulfirði og Hornstrandir á bát. Það er engin útgefin leiðarlýsing fyrir þessa ferð, heldur ræðst för að miklu leyti af veðri og siglingaskilyrðum.

Ferðin byrjar og endar á höfninni á Ísafirði og hentar fólki á öllum aldri.

Hvort sem þú hefur áhuga á því að vera fyrstur til að skíða brekkurnar, fara á kayak um Jökulfirðina eða einfaldlega njóta náttúrunnar frá landi eða skútu þá er þessi ferð fyrir þig.

Innifalið:
4 Dagar/3 Nætur um borð í skútu
Allur matur
Áhöfn og skíðaleiðsögn
SUP og kayakar fyrir þá sem vilja

Allar frekari upplýsingar má finna hér.

GPS punktar

N66° 17' 29.048" W22° 49' 13.712"

Staðsetning

Jökulfirðir

Sími