Fara í efni

Act alone á Suðureyri

10.-12. ágúst

Act alone verður haldin 20 árið í röð dagna 10. - 12. ágúst í einleikjaþorpinu Suðureyri. Boðið verður upp á á annan tug einstakra viðburða og einsog ávallt verður frítt inn á allt. Ekki nóg með það heldur verða einnig hægt að fara ókeypis á Actið með langferðabifreið hátíðarinnar. Daglegar ferðir frá Ísafirði og í einleikjaþorpið. Dagskrá Act alone verður aðgengileg á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net í júlí. Það er einstaklega víst að allir munu finna þar eitthvað við sitt hæfi. Leiksýningar, tónleikar, myndlist, tónlist og alls konar list. Bæði verður um að ræða innlenda og erlenda viðburði m.a. frá Argentínu, Króatíu og Írlandi. Á laugardeginum verður vegleg dagskrá fyrir börn sem hefst með blöðrunámskeiði einnig verður boðið uppá leiksýningar og fleira einstakt.

Svo takið helgina 10. - 12. ágúst frá og sjáumst á Act alone, það kostar ekkert. 

GPS punktar

N66° 7' 46.449" W23° 31' 36.408"

Staðsetning

Suðureyri, Ísafjarðarbær, 430, Iceland

Sími