Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vestfirðir utan háannar - Ráðstefna og vinnustofa

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar.
Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.
Nánari dagskrá og skráning verður kynnt í næstu viku.

Ráðstefnan verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þann 20. október frá 10:00-15:00.
Dagskrá:

Vestfirðir utan háannar

Kynning á áherslum Markaðsstofu Vestfjarða
Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða

Niðurstöður og áherslur vinnufunda
Birna Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Reykjanes þar sem allir koma en fáir stoppa
Þuríður Aradóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness

Hádegismatur

Vinnustofa

Samantekt

Skráning fer fram hér


Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is