Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestfirðir utan háannar - Ráðstefna og vinnustofa

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar. Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.

Markaðsstofa Vestfjarða ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða boða til ráðstefnu um þróun vörupakka fyrir Vestfirska ferðaþjónustu utan háannar.
Á ráðstefnunni verður meðal annars farið yfir nýútkomna markhópagreiningu Íslandsstofu. Jafnframt verður vinnustofur um áframhaldandi þróun vestfirskra vörupakka.
Nánari dagskrá og skráning verður kynnt í næstu viku.

Ráðstefnan verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þann 20. október frá 10:00-15:00.
Dagskrá:

Vestfirðir utan háannar

Kynning á áherslum Markaðsstofu Vestfjarða
Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða

Niðurstöður og áherslur vinnufunda
Birna Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Reykjanes þar sem allir koma en fáir stoppa
Þuríður Aradóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness

Hádegismatur

Vinnustofa

Samantekt

Skráning fer fram hér