Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

DMP - Áfangastaðaáætlun

Ábyrg þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Þann 23. mars síðastliðinn gengu Markaðsstofa Vestfjarða og Ferðamálastofa frá samningi um eitt stærsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu sem gengur út á gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) fyrir landshlutann Vestfirðir. Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa leitt verkefnið og síðan samið við markaðsstofur landshlutana að halda um vinnunna á verkefninu.  Í verkefnið eru lagðar 100 milljónir fyrir alla landshluta.

Verkefninu er ætlað að gera heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamála á svæðinu. Með þessu heildstæða ferli er tryggt að þróun ferðamála sé unnið í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki svæðisins, sem tryggi bestu upplifun ferðamannsins. Þetta verkefni mun auðvelda opinbera ákvörðunartöku sem tengjast meðal annars uppbyggingu þjónustu, skipulagsmálum, aðgangsstýringu og markaðsáherslum. 

Lykil hagsmunaaðilar verkefnisins verða ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Aðrir hagsmunaaðilar eru þeir sem beint eða óbeint hafa hag af ferðaþjónustu á viðkomandi svæði. 

Svæði Markaðsstofu Vestfjarða nær yfir 9 sveitarfélög sem öll eru mismunandi og var því ákveðið að skipta Vestfjörðum upp. Unnið er með eina DMP áætlun fyrir svæðið en verða með 3 skilgreind vinnusvæði eða aðgerðaáætlanir til að einfalda vinnuna og gera ferlið skýrara. Horft var til stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu öllu og ákvað stýrihópur verkefnisins eftirfarandi þrjú vinnusvæði sem eru undir DMP svæði Vestfjarða:

  1. Norðursvæðið - Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Súðavíkurhreppur
  2. Suðursvæðið - Vestrbyggð, Tálknafjarðahreppur
  3. Strandir og Reykhólahreppur - Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur

Helsti ávinningur verkefnisins er:

Yfirgripsmikil athugun á stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu þar sem meðal annars eftirfarandi atriði eru skoðuð:

  • Fjöldi fyrirtækja
  • Tegund fyrirtækja
  • Stærð fyrirtækja
  • Markhópur
  • Markaðssvæði
  • Eyðsla
  • Framtíðarhorfur
  • Samkeppnishæfni
  • Ofl.

Staða verkefna/innviða í ferðaþjónustu á viðkomandi svæði

  • Yfirlit yfir verkefni/uppbyggingu innviða sem eru í gangi
  • Yfirlit á þeim verkefnum sem eru á teikniborðinu

Möguleg framtíðarverkefni á viðkomandi svæði

  • Gerð stefnumótunar/framtíðarsýnar hagsmunaaðila
  • Niðurstaða allra hagsmunaaðila á framtíðarverkefnum á svæðinu
  • Forgangsröðun verkefna

Markaðsskilaboð svæðis

  • Hver séu lykilskilaboð viðkomandi svæðis
  • Hver eru markaðsskilaboð Vestfjarða
  • Sameiginleg markaðsverkefni á svæðinu

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri verkefnisins Magnea Garðarsdóttir magnea@vestfirdir.is eða í síma 450-3051