Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

júl 2018

THE FACTORY listasýningin

1. jún - 31. ágú
The Factory listasýningin verður haldin í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík dagana 1. júní til 31. ágúst 2018. Samsýningunni er ætlað að leggja áherslu á persónuleg tengsl listafólksins við Ísland og þau augu sem það lítur landið. Í ár sýna 16 erlendir listamenn og listahópar á The Factory.

Við í Edinborg listsýning

18.-31. júl
Kristbergur Ó Pétursson opnar myndlistasýningu sína

Ögurball

21. júl
Dansleikur í samkomuhúsinu í Ögri

Stuttmynd + leikstjóri spjall á Óshlíðinni

22. júl
Óður til aflagðs vegar, stuttmynd sem sýnd er á aflagða veginum sjálfum, Óshlíðinni.

Óshlíð: River Mouth Slope stuttmynd og spjall við leikstjóra

23. júl
Edinborgarhúsið: Óður til aflagðs vegar, stuttmynd + leikstjóri svarar spurningum

ágú 2018

THE FACTORY listasýningin

1. jún - 31. ágú
The Factory listasýningin verður haldin í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík dagana 1. júní til 31. ágúst 2018. Samsýningunni er ætlað að leggja áherslu á persónuleg tengsl listafólksins við Ísland og þau augu sem það lítur landið. Í ár sýna 16 erlendir listamenn og listahópar á The Factory.

Mýrarboltinn

3.- 6. ágú
Mýrarboltinn verður haldinn í Bolungarvík um verslunarmannahelgina 2018.

Svartalogn - samsýning

3.-20. ágú
Samsýning félaga út ARTgellery Gátt sýna í Slunkaríki í Edinborg

Gönguhátíðin í Súðavík

3.- 5. ágú
Gönguhátíð Súðavíkur hefur upp á að bjóða fjölbreyttar göngur við allra hæfi í fylgd heimamanna.

Nábrókin 2018

3.- 5. ágú
Verslunarmannahelgin í Trékyllisvík á Ströndum.

Tungumálatöfrar

6.-11. ágú
Tungumálatöfrar er sumarnámskeið á Ísafirði fyrir tví- og fjöltyngd börn og er markmið þess að búa til málörvandi námskeið í gegnum listkennslu, þar sem íslenska er annað eða eitt af mörgum tungumálum barnanna. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi en er um leið opið öllum börnum.

Act Alone

9.-11. ágú
Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 9. - 11. ágúst 2018 á Suðureyri. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin sem er náttúrulega alveg einleikið.

Tungumálaskrúðganga

11. ágú
Tungumálaskrúðganga er hátíð til að fagna fjölbreytileikanum og er lokadagur á sumarnámskeiðinu Tungumálatöfrar þar sem börn og bæjarbúar ganga frá Menningarmiðstöðinni Edinborg á hádegi niður í Neðstakaupstað til þess að fleyta bátum. Sungið er í fjöruborðinu og efnt til matarveislu. Hugmyndir eru um að blása til bæjarveislu árið 2018 þar sem foreldarar barnanna taka þátt í skrúðgöngunni, til dæmis með því að búa til fána og fígúrur, klæðast þjóðbúningum og setja upp matartjöld frá mismunandi heimshornum.

Lindy hopp

13.-15. ágú
Árlegt Lindýhopp ball þar sem lindýhopp dansarar hvaðanæva úr heiminum hittast og dansa saman 13. 14. og 15. ágúst.

Lindy hopp böll

13.-15. ágú
Árlegt Lindýhopp ball þar sem lindýhopp dansarar hvaðanæva úr heiminum hittast og dansa saman 13. 14. og 15. ágúst Nánari upplýsingar síðar á heimasíðu þegar nær dregur

Bláberjadagar

17.-19. ágú
Bæjarhátíð í Súðavík

Hrútaþukl á Ströndum

19. ágú
STÓRKOSTLEG KEPPNI í hrútadómum, þar sem bæði er keppt í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Vegleg verðlaun í boði í báðum flokkum.

Sæunnarsund

25. ágú
Viltu feta í "klaufspor" kýrinnar Sæunnar sem synti frá Flateyri yfir í Valþjófsdal.

Gamanmyndahátíð Flateyrar

30. ágú - 2. sep
Árleg gamanmyndahátíð sem haldin er á Flateyri.

sep 2018

Gamanmyndahátíð Flateyrar

30. ágú - 2. sep
Árleg gamanmyndahátíð sem haldin er á Flateyri.

The Weird Experience - skapandi dvöl

2.- 6. sep
Skapandi dvöl fyrir konur í nærandi umhverfi Vestfjarða þar sem stigið er út fyrir þægindarammann með skemmtilegum og krefjandi æfingum sem ýta undir persónulegan þroska og útvíkkun sjóndeildarhringsins.

THE WEIRD GIRLS PROJECT

8. sep
The Weird Girls verkefnið er vídjó-listaverk framleitt af listakonunni Kitty Von-Sometime. Verkið er framhaldsverkefni þó hver þáttur sé einstakur. Þátttakendur eru konur á öllum aldri en eitt af yfirlýstum markmiðum verksins er að valdefla þær konur sem taka þátt hverju sinni.

Ástarvikan í Bolungarvík

9.-15. sep
Ástarvikan er kærleiksrík menningarhátíð sem haldin er í Bolungarvík 9.-15. september 2018.

okt 2018

Sviðaveisla og skemmtun

20. okt
Fyrsta vetrardag verður haldin árleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is