Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sumarið á Þingeyri verður heldur betur fjörugt og fullt af viðburðum fyrir alla aldurshópa. Hér fyrir neðan má sjá úrval viðburða. 

20. júní - 7. ágúst
Heimsækjum Þingeyri
Heimsækjum Þingeyri! Í sumar verður öflug dagskrá í boði á Þingeyri og í Dýrafirði alla daga vikunnar. Það verður bókstaflega allt að gerast á Þingeyri og í Dýrafirði í sumar! Á hverjum degi frá 20. júní til 7. ágúst verða einhvers konar viðburðir í boði í firðinum fagra, til viðbótar við alla þá þjónustu og hátíðir sem fyrirhugaðar eru. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar! Frekari upplýsingar um hvern viðburð fyrir sig, sem og hátíðir, er hægt að finna í viðburðadagatalinu hér: https://www.westfjords.is/thingeyri „Heimsækjum Þingeyri“ er samstarfsverkefni fjölmargra þjónustu- og afþreyingaraðila í Dýrafirði. Blábankinn hefur yfirumsjón með verkefninu og Öll vötn til Dýrafjarðar, byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða, styrkir verkefnið.  
26. júní - 7. ágúst
Barnvænt í sundlauginni á Þingeyri
Alla sunnudaga er barnvænt í sundlauginni á Þingeyri. Þá er sundlaugin hituð aukalega og nóg er af leikföngum og öðru fyrir börnin til að busla og hafa gaman. Við hlökkum til að sjá ykkur í sundi á Þingeyri! Upplýsingar um verð er að finna á vef sundlauga Ísafjarðarbæjar: https://www.isafjordur.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/sundlaugar-1
22. júní - 3. ágúst
Skálinn Víkingasetur - Ferð til fortíðar
Alla miðvikudaga í sumar kl 17:00 býður Skálinn uppá „Ferð til fortíðar“. Með einstökum hætti kynnast þátttakendur sögu forfeðranna, þar sem hægt er að hlusta, upplifa og prófa. Frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 3000 fyrir fullorðna, 1500 fyrir börn en frítt fyrir þau yngstu. Öll hjartanlega velkomin.
2. ágúst kl. 20:00-21:00
Nansen á Þingeyri
Söguleikhús Kómedíuleikhússins, atvinnuleikhús Vestfjarða, er í Salthúsinu á Þingeyri og sýning ársins er sögusýningin, Nansen á Þingeyri. Leikurinn segir af einni eftirminnilegustu heimsókn í sögu þorpsins Þingeyri. En það er án efa þegar landkönnuðurinn Friðþjófur Nansen dvaldi á eyrinni um tveggja vikna skeið áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul.Sögumaður er Elfar Logi Hannesson. 
25. júní - 31. ágúst
Balinn listarými - B T W N L N S
Listsýningin B T W N L N S eftir Carissa Baktay og Litten Nystrøm í allt sumar í Balanum á Þingeyri. Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem raunveruleiki fortíðar er í nánum tengslum við listina. Í B T W N L N S vinna Litten Nystrøm og Carissa Baktay efni og sögur úr Balanum og nágrenni og setja fram niðurstöðurnar í þessari samstarfssýningu. Í gegnum þemað „aðra heims og framhaldslíf“ velta listamennirnir fyrir sér hvernig þættir fortíðar teygja sig inn í nútímann og halda áfram til hins óþekkta. Húsið myndast sem rými fjarveru og nærveru, þar sem uppdiktaður sannleikur skekkir skynjun okkar og færir okkur inn í spurninguna: hvað bíður handan raunveruleikans? Listmunirnir sameinast og rekast á, og hvetja áhorfandann til að leita að eigin niðurstöðum, ummerkjum og ósamhverfum samhverfum. Sýningin er styrkt af Orkubúi Vestfjarða. Balinn listarými  Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð, þá hafa þau ávallt dregið til sín fólk. Balinn listarými er tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt með engu rafmagni eða rennandi vatni. Húsið var byggt 1910 að Brekkugötu 8 Þingeyri en hefur verið óíbúðarhæft og nærri ósnert í yfir tvo áratugi. Í samstarfi við listasýninguna The Factory í síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, var húsinu breytt í listagallerí árið 2019. Frá og með þessu ári mun galleríið starfa sem sjálfstæður vettvangur. Ætlunin er að skapa rými þar sem listamenn geta verið í stöðugu samtali við sögu hússins, arkitektúr þess og umhverfið í kring. Með því að tengja saman umhverfi landsbyggðarinnar og svæðisbundna þætti, er stefna Balans listarýmis að gera list aðgengilega og sýnilega fyrir alla, hvar sem þeir búa.
14.-16. júní
Sjósund á Þingeyri
Sjósund á Þingeyri með sjósundsklúbbnum Selunum. Virka daga í sumar kl. 8:30. Allir hittast í sundlauginni og eru klárir í slaginn kl. 8:30. Mætið með sundföt en græjur fyrir sjósundið eru í boði sjósundsklúbbsins Selanna. Síðan er hægt að hita sig upp í sundlauginni og heitu pottunum á eftir.Ókeypis er í sjósundið en greitt er fyrir aðgang að sundlauginni.
20. júní - 7. ágúst
Odin Adventures Kayakferð í Dýrafirði að horfa á sólsetrið
Odin Adventures Kayakferð í Dýrafirði að horfa á sólsetrið. Alla daga í sumar frá 20. júní til 7. ágúst. Ferðin tekur 2-3 tíma og kostar 14.000 kr. Farið er frá Oddanum á Þingeyri, við hliðina á tjaldsvæðinu. Frekari upplýsingar á vef Odin Adventures: http://odinadventures.is/
23. júní - 4. ágúst
Þorpið mitt Þingeyri
„Þorpið mitt Þingeyri“ Vikulega á fimmtudögum kl. 18-19 frá 23. júní til 4. ágúst. Léttar sögugöngur sem hefjast við Skálann Vikingasetur kl. 18:00. Röltur er léttur hringur og sögur sagðar. Ganga sem hentar öllum. Verð: 1000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.
24. júní - 5. ágúst
Strandblak á íþróttasvæðinu á Þingeyri
Af hverju ekki að nota sumarveðrið og skella sér í strandblak á Þingeyri?  Á íþróttasvæðinu eru góðir strandblaksvellir og ef ykkur vantar græjur til afnota er hægt að nálgast þær í sundlauginni á Þingeyri, sem er við hliðina á völlunum. Alla föstudaga á milli kl. 16-18. Einnig er hægt að fá afnot af völlunum á öðrum tímum - heyrið í móttökunni í sundlauginni til að ræða frekar. Sjáumst í sólinni í sumar!
25. júní - 30. september
List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna
Verkefni í umhverfislist í Alviðru í Dýrafirði þar sem listamenn frá Vestfjörðum og Norðurlandi vinna að umhverfislist og sýningu í fjárhúsi. Í júní hefja listamenn störf í Alviðru.   Verkefnið List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna verður síðan kynnt með opnun á sýningu og kynningu listamanna í Fjárhúsinu laugardaginn 25. júní kl. 14-17. Sú sýning stendur til 2. júlí.   2. júlí er svo opnunardagur á umhverfislist verkefnisins í landi Alviðru kl. 14-17.   Umhverfislistaverkin verða síðan uppi út september.   Allir velkomnir.
28. júní - 7. ágúst
Odin Adventures Kayakferð að skoða selina í Dýrafirði
Kayakferð að skoða selina í Dýrafirði. Alla daga nema mánudaga í sumar frá 28. júní til 7. ágúst Farið er frá Oddanum á Þingeyri, við hliðina á tjaldsvæðinu. Ferðin tekur 2-3 tíma og kostar 14.000 kr. Frekari upplýsingar á vef Odin Adventure: http://odinadventures.is/
1. júlí - 31. ágúst
Nr 4 Umhverfing
Sýningin Nr. 4 Umhverfing / No 4 Around opnar laugardaginn 2.júlí nk. og stendur hún fram á haust. Sýningin er listviðburður sem teygir sig um Vestfirði alla, Strandir og Dali og taka 126 myndlistarmenn þátt í henni, bæði þekktir og minna þekktir, heimamenn og aðkomumenn, innlendir og erlendir. Listamennirnir tengjast allir svæðinu sem þeir sýna á, á einhvern hátt; hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma eða verið þar í sveit, átt þar afa eða langömmur osf.. Tengsl við staðina gera verkin sérstök og staðirnir sem sýningargestir eru leiddir á og hefðu annars ekki uppgötvað eru oft mjög forvitnilegir og spennandi. Ef QR kóðinn er skannaður, fæst stafrænt kort með upplýsingum um alla 126 listamennina og staðsetningu verka umhverfis Vestfjarðaleiðina    
2. júlí - 27. ágúst
Sólný Pálsdóttir - SÁTT
SÁTT - Ljósmyndasýning Sólnýjar Pálsdóttur í Gæruhúsinu á Þingeyri. Ókeypis inn og opið allan sólarhringinn. Sýningin er hluti af Nr. 4 Umhverfingu, sem er listviðburður sem teygir sig um Vestfirði alla, Strandir og Dali og taka 126 myndlistarmenn þátt í henni, bæði þekktir og minna þekktir, heimamenn og aðkomumenn, innlendir og erlendir.
25. júní - 30. september
List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna
Verkefni í umhverfislist í Alviðru í Dýrafirði þar sem listamenn frá Vestfjörðum og Norðurlandi vinna að umhverfislist og sýningu í fjárhúsi. Í júní hefja listamenn störf í Alviðru.   Verkefnið List í Alviðru 2022 - Við sjávarsíðuna verður síðan kynnt með opnun á sýningu og kynningu listamanna í Fjárhúsinu laugardaginn 25. júní kl. 14-17. Sú sýning stendur til 2. júlí.   2. júlí er svo opnunardagur á umhverfislist verkefnisins í landi Alviðru kl. 14-17.   Umhverfislistaverkin verða síðan uppi út september.   Allir velkomnir.