Þingeyri Dýrafjörður

Þingeyri við Dýrafjörð er elsti verslunarstaður Vestfjarða og einn sá elsti á landinu. Bærinn tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ.
Líklegt er að Þingeyri hafi verið þingstaður Dýrfirðingagoðorðs til forna. Þar var mikilvæg höfn allt frá þjóðveldistíma og viðkomustaður erlendra kaupmanna. Upp úr miðri 19. öldinni tók að myndast vísir að þéttbýli á Þingeyri. Um það sama leyti voru franskar fiskiskútur tíðir gestir á Dýrafirði og óskuðu Frakkar eftir leyfi til að stofna nýlendu í Haukadal skammt utan Þingeyrar. Því var hafnað en franskir duggarar, amerískir lúðuveiðimenn, norskir hvalfangarar og fleiri ljáðu Dýrfirðinum áfram alþjóðlegan blæ.
Á Þingeyri er æði margt sem gestir geta tekið sér fyrir hendur. Gamla smiðjan, Vélsmiðja G. J. Sigurðssonar & CO, var stofnuð árið 1913 og gengur enn í óbreyttri mynd. Þar hafa ótal skip frá flestum heimshornum fengið varahluti og viðgerðir í gegnum tíðina en smiðjan er í dag rekin sem lifandi safn og er nauðsynlegur viðkomustaður gesta í plássinu. Í Meðaldal skammt fyrir utan bæinn er golfvöllur sem ratað hefur í golfbækur og tímarit víða um heim ekki síst fyrir braut nr. 7 sem þykir einhver sú allra fegursta á Íslandi.
Á Þingeyri er lítil en ákaflega þægileg og fjölskylduvæn sundlaug en utan við hana er tjaldsvæði, strandblakvöllur og víkingasvæði þar sem finna má grill, bekki, borð og stórt svið.

Þingeyri stendur rétt við einn magnaðasta fjallgarð Vestfjarða sem oft er kallaður "Vestfirsku Alparnir". Þar gnæfir Kaldbakur uppúr, 998 m hár, hæsta fjall Vestfjarða. Hann er vinsæll og tiltölulega þægilegur uppgöngu fyrir vana göngugarpa.
Af mörgum stórbrotnum stöðum í þægilegu akstursfæri frá Þingeyri má nefna fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta á Hrafnseyri, fossinn Dynjanda, söguslóðir Gísla Súrssonar í Haukadal, elsta skrúðgarð landsins, Skrúð, og ekki síst Kjaransbrautina svokölluðu en það er magnaður jeppaslóði sem Elís Kjaran ruddi upp á sitt einsdæmi á skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Com_300_1___Selected.jpg
Þingeyri
GPS punktar N65° 52' 46.149" W23° 29' 32.283"
Póstnúmer

470,471

Fólksfjöldi

247

Vefsíða www.thingeyri.is

Áhugaverðir staðir og afþreying

Þingeyri - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Gláma
Golfvellir
 • Meðaldalur
 • 470 Þingeyri
Byggðasafn Vestfjarða - Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar
Söfn
 • Hafnarstræti 10
 • 470 Þingeyri
 • 456-3294, 863-2412
Valdimar Elíasson - Víkingaskipið Vésteinn
Ferðaskipuleggjendur
 • Aðalstræti 55 / Víkingaskipið Vésteinn
 • 470 Þingeyri
 • 456-8267, 861-3267, 864-7616
Gallerí Koltra
Handverk og hönnun
 • Hafnarstræti 5
 • 470 Þingeyri
 • 456-8304
Skrúður
Söfn
 • Núpur, Dýrafjörður
 • 471 Þingeyri
 • 893-1065
Menningarminjasafnið Hlíð
Söfn
 • Núpur í Dýrafirði
 • 471 Þingeyri
 • 456-8239, 896-1660, 897 9805
Simbahöllin
Upplýsingamiðstöðvar
 • Fjarðargata 5
 • 470 Þingeyri
 • 899-6659, 869-5654
Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Vallargata 15
 • 470 Þingeyri
 • 893-1058, 847-0285
Safn Jóns Sigurðssonar
Söfn
 • Hrafnseyri, Arnarfjörður
 • 471 Þingeyri
 • 456-8260, 845-5518

Aðrir

Höfði Guesthouse
Heimagisting
 • Dýrafjörður
 • 471 Þingeyri
 • 833-4994
Hótel Sandafell
Hótel
 • Hafnarstræti 7
 • 470 Þingeyri
 • 456-1600
Alviðra
Gistiheimili
 • Dýrafjörður
 • 471 Þingeyri
 • 895-0080, 895-7179

Aðrir

Simbahöllin
Upplýsingamiðstöðvar
 • Fjarðargata 5
 • 470 Þingeyri
 • 899-6659, 869-5654
Hótel Sandafell
Hótel
 • Hafnarstræti 7
 • 470 Þingeyri
 • 456-1600
N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Sjávargata 4
 • 470 Þingeyri
 • 456-8380
Safn Jóns Sigurðssonar
Söfn
 • Hrafnseyri, Arnarfjörður
 • 471 Þingeyri
 • 456-8260, 845-5518
Náttúra
Dynjandi

Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum. Hann má finna í Dynjandisvogi fyrir botni Arnarfjarðar. Fossinn og umhverfi hans hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981, enda um einstaka náttúruperlu að ræða.
Dynjandi er í ánni Dynjandi sem rennur ofan af Dynjandisheiði. Hún á upptök sín í nokkrum vötnum á heiðinni sem liggur í jaðri hálendissvæðis Glámu. Glámusvæðið einkennist af jökulruðningum og dældum sem smávötn hafa safnast í.
Dynjandi fellur niður u.þ.b. 100 metra hátt og bungumyndað berg. Fossastiginn hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Fossberarnir eru hraunlögin en millilögin hefur áin grópað undan þeim. Fossarnir í Dynjanda eru sex. Efst er Fjallfoss, þá Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss.

Náttúra
Skrúður
Skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði var opnaður þann 7. ágúst árið 1909. árið 1992 ákvað hópur áhugasamra einstaklinga sig til og tók garðinn í gegn og í ágúst árið 1996 var honum skilað aftur til fyrrum eiganda síns, Menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið gaf Ísafjarðarbæ garðinn í nóvember sama ár til umhugsunar. Garðurinn var stofnaður til þess að tengja saman náttúruna, menntun tengda umhverfinu og Héraðsskólann á Núpi. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.
Náttúra
Dýrafjörður

Dýrafjörður er fjörður sem bærinn Þingeyri stendur við og er staðsettur á milli Arnarfjarðar í suðri og Önundarfjarðar í norðri. Dýrafjörður er innan marka sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar. Í Dýrafirði eru sterk tengsl við Frakkland og er þar meðal annars að finna grafreit franskra sjómanna. Frakkland vildi eitt sinn stofna nýlendu í Dýrafirði því mikil frönsk útgerð var gerð út frá firðinum. Dýrafjörður kemur einnig mikið fyrir í Gísla Sögu Súrssonar. Landslag í Dýrafirði er fallegt og setja fjöllin skýran svip á fjörðinn. Sandafell, ofan Þingeyrar, og Mýrarfell, handan fjarðar, standa ein og sér líkt og konungur og drottning fjarðarins. Vestfirsku alparnir eru sunnantil í firðinum og þar er að finna hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbak. Fallegasta en jafnframt hrikalegasta vegarstæði Vestfjarða er hinn ægifagri Svalvogavegur er liggur út með Dýrafirði, fyrir Svalvoga og Lokinhamra og inn með Arnarfirði. Einnig er hægt að fara hringleið með því að keyra aftur meðfram Kaldbak yfir Kvennaskarð. Mikil og sterk tengsl eru við Víkingatímann í Dýrafirði og það hefur meðal annars verið byggt upp víkingaþorp á Þingeyri.

Saga og menning
Gamla smiðjan

Gamla smiðjan á Þingeyri eins og hún er kölluð í dag má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson heim úr vélsmíðanámi frá Danmörku. Frá Danmörku tók Guðmundur með sér ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.

Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt era ð fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun. Safnið er eintök upplifun og mögnuð skemmtun.

Náttúra
Sandafell

Sandafell er lítið fell ofan Þingeyrar (362metrar). Upp á fellið liggur vegur sem einungis er fær 4x4 bílum.

Saga og menning
Víkingasvæðið Þingeyri

Víkingasvæðið Þingeyri

S: 863-2412

thorir@simnet.is

Gísla saga Súrssonar spannar stórt svæði af fjörðunum og þar er sögustöðunum lýst af kunnáttu og nákvæmni. Allt fram á 20. öldina voru atvinnuhættir á þessum slóðum hinir sömu og voru á dögum Gísla Súrssonar. Þegar svo tækni nútímans hóf innreið sína á Vestfirði, voru sumir staðir þegar komnir í eyði. Þess vegna líta ýmsir sögustaðanna nánast eins út og þeir gerðu á meðan Gísli Súrsson gekk þar um.

Vegna hinnar ósnortnu náttúru sem þú getur svo víða notið á Vestfjörðum, hefur þú tækifæri til að komast í snertingu við söguþrungna fortíð svæðisins. Á Þingeyri er búið að byggja upp Víkingasvæði með útivistarsvæði sem saman stendur af sviði, bekkjum og borðum og grillaðstöðu og er aðstaðan mynduð úr hringhleðslu úr grjóti. Þá er tilvalið að fara með hópinn í siglingu með Víkingaskipinu Vésteini.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Markaðsstofa Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-3002
 • travel(at)westfjords.is