Tálknafjörður Tálknafjörður

Tálknafjörður er sveitarfélag á sunnanverðum Vestjförðum. Eins og títt er um vestfirsku þorpin byggðist Tálknafjörður fyrst og fremst upp í kringum fiskveiðar. Fyrrum var mikið róið frá verstöðvum beggja vegna fjarðarins og í lok 19. aldar reistu Norðmenn hvalveiðistöð á Suðureyri við sunnanverðan fjörðinn. Fjölgaði þá íbúum á svæðinu talsvert en eiginleg þéttbýlismyndun hófst þó í raun ekki fyrr en um miðja 20. öldina.

Fiskveiðar eru enn afar mikilvægar í atvinnulífi Tálknfirðinga. Þeir hafa einnig sótt fram í nýjum greinum fiskiðnaðarins, reka til dæmis umfangsmikið fiskeldi auk þess sem bærinn er vinsæll áfangastaður erlendra sjóstangveiðimanna. Ferðaþjónustan hefur farið vaxandi á Tálknafirði enda hefur bærinn og nágrenni hans upp á margt að bjóða. Sundlaugin, sem staðsett er alveg við hið frábæra tjaldsvæði Tálknfirðinga, þykir ein sú besta á Vestfjörðum og ekki er síðra að heimsækja Pollinn, heitu pottana í landi Litla-Laugardals, skammt utan við bæinn.
Mikið er um fallegar gönguleiðir við Tálknafjörð. Við Arnarstapa er til að mynda einstök kyrrð og náttúrufegurð og ekki er síðra að ganga að Suðureyri þar sem hvalveiðistöðin stóð forðum. Þar er laut sem sögð er vera álfabyggð. Ef göngufólk leggst þar til hvílu og lætur sér renna í brjóst mun það dreyma fyrir framtíð sinni.

Com_301_1___Selected.jpg
Tálknafjörður
GPS punktar N65° 37' 38.723" W23° 49' 29.653"
Póstnúmer

460

Tálknafjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Cafe Dunhagi
Upplýsingamiðstöðvar
 • Sveinseyri
 • 460 Tálknafjörður
 • 662-0463

Aðrir

Systrakot
Íbúðir
 • Kirkjubraut 3
 • 460 Tálknafjörður
 • 861-9749

Aðrir

Cafe Dunhagi
Upplýsingamiðstöðvar
 • Sveinseyri
 • 460 Tálknafjörður
 • 662-0463
Saga og menning
Hvalstöðin á Suðureyri

Suðureyri er staðsett við sunnanverðan Tálknafjörð og tilheyrir Tálknafjarðarhrepp. Á eyrinni eru leifar af gamalli norskri hvalveiðistöð frá seinni hluta 19. aldar. Hvalvinnsla var í stöðinni öðru hverj í 50 ár eða þangað til árið 1939. Núna er engin starfsemi á svæðinu og því er svæðið ákveðinn gluggi inn í fortíðina. Þegar mest var að gera þá voru 110 manns að vinna hval í stöðinni.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is