Reykhólar Unaður augans

Reykhólar eru ríkir, bæði af sögu og náttúrufegurð. Svæðið er paradís fyrir áhugafólk um fugla, en grynningar, leirur, votlendi, móar og klettar skapa skilyrði fyrir ótrúlega fjölbreytt fuglalíf. Óvíða á Íslandi er hægt að sjá jafn margar fuglategundir á einum stað eins og á Reykhólum. Reykhólar eru líka sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestir möguleikar eru á því að sjá haförn á sveimi.
Reykhólar eru sögufrægur staður, fornt höfuðból og einhver allra besta bújörð landsins á öldum áður. Við sögu staðarins koma m.a. Guðmundur ríki, Grettir Ásmundsson, Þorgeir Hávarsson, Þormóður Kolbrúnarskáld og Tumi Sighvatsson. Í þorpinu er minnisvarði um skáldið Jón Thoroddsen, en hann fæddist á Reykhólum árið 1818.
Á Reykhólum eru tvær frábærar heilsulindir, annars vegar sundlaugin góða Grettislaug, og hins vegar hin þaraböð Sjávarsmiðjunnar. Þá er í þorpinu Báta- og hlunnindasýning sem kemur gestum í beint samband við lífsbaráttu fyrri alda og útskýrir hvernig hlunnindi í hafinu, á ströndinni og í eyjunum voru nýtt. Barmahlíðin, eða Hlíðin mín fríða, sem Jón Thoroddsen orti svo fallega um, Vaðalfjöllin, gígtappinn tignarlegi sem teygir sig upp í heiðan himininn og Borgarlandið með sínu magnaða útsýni og huldukaupstaðnum Bjartmarssteini eru bara örfá dæmi um þá töfraveröld sem umlykur Reykhóla.

Com_303_1___Selected.jpg
Reykhólar
GPS punktar N65° 26' 54.934" W22° 12' 5.320"
Póstnúmer

380

Vefsíða www.reykholar.is

Reykhólar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Grund - Forndráttavélar til sýnis
Söfn
 • Grund
 • 380 Reykhólahreppur
 • 434-7830, 894-1011
Seljanes - Fornbílar til sýnis
Söfn
 • Seljanes
 • 380 Reykhólahreppur
 • 434-7720, 894-1011
Staðarkirkja
Söfn
 • Reykjanes
 • 380 Reykhólahreppur
 • 530-2200
Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 5621900, 434-7863

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 5621900, 434-7863
Miðjanes
Tjaldsvæði
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 690-3825 , 894-5883
Reykhólar Farfuglaheimili
Farfuglaheimili og hostel
 • Reykhólar Hostel Álftaland
 • 380 Reykhólahreppur
 • 8632363, 892-7558

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 5621900, 434-7863
Náttúra
Bjartmarssteinn

Gígtapparnir Vaðalfjöll ofan Bjarkarlundar og Bjartmarssteinn eru sérstakar jarðmyndanir þar sem móberg hefur veðrast utan af harðara bergi þar sem áður kom upp hraun. Menn hafa lengi talið að Bjartmarssteinn tengist huldufólki og sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð.

Náttúra
Flatey á Breiðafirði

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins en mynni hans er 70 km á breidd. Þar sem fjörðurinn er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, en talið er að þær séu um 2700-2800 og auk þeirra eru fjöldamörg sker og boðar. Ýmsar þessara eyja voru byggðar fyrrum en langflestar þeirra eru nú í eyði. Flatey er eina undantekningin en hún er stærst Breiðafjarðareyja og þar eru 6 manns með skráð lögheimili. Flatey er einnig eina Breiðafjarðareyjan sem er í byggð allt árið. Margar eyjanna voru í byggð fyrir ekki svo löngu síðan líkt og Hvallátur, Svefneyjar og Akureyjar en það er af sem áður var. Eyjarnar eiga það allar sameiginlegt að hafa myndast undan afli skriðjökla á ísaldartímanum. Þær eru flatlendar að mestu og jarðlögin svipuð og á Vestfjörðum. Í mörgum eyjanna er mikil gróska og margar tegundir plantna. Stór hluti af hérlendum stofnum fugla eins og lunda, æðarfugls og teistu er á firðinum. Sagt er að fólk sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort. Eyjarnar iða af fuglalífi og flesta fuglana má nytja. Auk þess var gnægð fisks og sjávarspendýra í flóanum, fjörubeit og fleira. Lífríki eða vistkerfi svæðisins er óvenju fjölþætt og stóð af sér harðæri sem komu verr niður annars staðar og ollu þá jafnvel fólksflutningum til Breiðafjarðarsvæðisins.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is