Hólmavík Hólmavík

Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Þorpið stendur við Steingrímsfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð. Líkt og algengt er með íslensk þorp og bæi tók þéttbýli að myndast þar seint á 19. öld. Á Hólmavík hefur verið stunduð verslun frá árinu 1895 en elsta byggingin sem þar stendur er verslunarhús sem kaupmaðurinn Richard Peter Riis reisti árið 1897. Þar er nú rekið hið rómaða veitingahús Café Riis.
Aðal atvinnuvegur Hólmvíkinga hefur í gegnum tíðina verið sjávarútvegur en landbúnaður hefur einnig verið blómlegur allt í kringum byggðarlagið og á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta farið vaxandi.
Gestir á Hólmavík ættu ekki að láta hjá líða að skoða Galdrasafnið. Strandir eru órjúfanlega tengdar galdrafári 17. aldar og eru þeirri sögu gerð frábær skil á Galdrasafninu sem og í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði í um 20 mínútna akstursfæri frá Hólmavík. Þar er einnig að finna 25 m útisundlaug, Gvendarlaug hins góða, ásamt náttúrulegum heitum potti.
Annað safn, rétt við bæjardyr Hólmvíkinga, er til húsa í gamla félagsheimilinu Sævangi og ber hið virðulega nafn Sauðfjársetur á Ströndum. Þar er að finna margháttaðan fróðleik um sauðkindina og sauðfjárbúskap fyrr og nú. Safnið stendur einnig fyrir ýmis konar viðburðum og uppákomum hvert sumar en þar er sennilega Íslandsmeistaramótið í hrútaþukli þekktast. Á Orrustutanga, rétt við safnið, er æðarvarp sem gaman er að skoða.
Fyrir þá sem eru með mótorhjólið í skottinu þá er mótorcross braut rétt utan við Hólmavík og í Skeljavík er golfvöllur. Handan fjarðarins, á Selströnd, er gaman að skoða fuglalífið sem er afar fjölbreytt.
Mjög skemmtileg gönguleið er í Kálfanesborgum rétt ofan við byggðina og raunar má finna urmul góðra gönguleiða allt í kringum Hólmavík. Svæðið er líka ríkt af allskyns þjóðsögum og sögnum og óneitanlega öðlast bæði gönguferðirnar og bíltúrarnir meira gildi ef fólk hefur tök á að kynna sér einhverjar þessara sagna áður en lagt er í hann. Þegar klettadrangar breytast í tröllskessur, stórgrýti verður að álfaborgum og þúfnabörð verða að álagablettum er hvunndagslegur göngutúr fljótur að breytast í sannkallaða ævintýraför.
Á Hólmavík er virkilega góð útisundlaug með heitum pottum þar sem gott er að skola af sér ferðarykið og láta harðsperrurnar líða úr gönguþreyttum vöðvum. Sveitarfélagið Srandabyggð rekur öfluga upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í samstarfi við Strandagaldur í húsnæði Galdrasafnsins rétt við höfnina á Hólmavík.

Com_293_1___Selected.jpg
Hólmavík
GPS punktar N65° 42' 23.389" W21° 40' 9.105"
Póstnúmer

510

Vefsíða www.holmavik.is

Hólmavík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þemaferðir ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Bakki, Bjarnarfirði
 • 510 Hólmavík
 • 451-3384, 864-2419, 451-3384
Golfklúbbur Hólmavíkur
Golfvellir
 • Hafnarbraut 18
 • 510 Hólmavík
 • 892-4687
Victor Örn Victorsson / Strandahestar
Dagsferðir
 • Víðidalsá
 • 510 Hólmavík
 • 862-3263
Svaðilfari
Ferðaskrifstofur
 • Laugarholt
 • 510 Hólmavík
 • 456-4858, 869-4859

Aðrir

Steinhúsið gistiheimili
Gistiheimili
 • Höfðagata 1
 • 510 Hólmavík
 • 856-1911
Gistihús Hólmavíkur
Gistiheimili
 • Hafnarbraut 22
 • 510 Hólmavík
 • 8960587, 896-0587
Tjaldsvæðið Hólmavík
Tjaldsvæði
 • Jakobínutúni
 • 510 Hólmavík
 • 451-3560

Aðrir

Café Riis
Kaffihús
 • Hafnarbraut 39
 • 510 Hólmavík
 • 451-3567
Húsavík
Beint frá býli
 • Húsavík
 • 510 Hólmavík
 • 451-3393, 845-8393
Miðhús
Beint frá býli
 • Miðhús, Kollafirði
 • 510 Hólmavík
 • 451-3340, 663-4628
Náttúra
Kálfanesborgir

Þegar gengið er upp á Kálfanesborgir er gengið frá tjaldsvæðinu upp að Háborgarvörðu. Frá vörðunni er útsýnið yfir Steingrímsfjörðinn stórfenglegt og tilvalið að stoppa þar til þess að taka myndir og jafnvel hvíla sig aðeins. Þegar gengið er niður er gengið í átt að sjónum þangað til komið er að gamla þjóðveginum. Hann leiðir ykkur inn í þorpið aftur.

Náttúra
Bjarnarfjörður

Á milli Steingrímsfjarðar og Veiðileysufjarðar liggur Bjarnarfjörður. Bæði er hægt að keyra norður yfir Bassastaðaháls frá Steingrímsfirði og einnig að keyra strandlengjuna frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Bjarnarfjörður býður upp á ýmislegt og má þar helst nefna Gvendarlaug og Kotbýli Kuklarans. Sundlaug er einnig að finna við Hótel Laugarhól. Svæðið er ákaflega fallegt og hentar vel til styttri jafnt sem lengri gönguferða.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is