Hnífsdalur Hnifsdalur

Hnífsdalur er þorp við utanverðan Skutulsfjörð og tilheyrði áður Eyrarhreppi. Hann sameinaðist Ísafjarðarkaupstað árið 1971 og er nú hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Árið 1870 var búið á fimm lögbýlum í dalnum en fljótlega upp úr því hófst þorpsmyndun þegar fátækir tómthúsmenn tóku að setjast þar að. Skólahús var reist árið 1882 en árið 1920 voru íbúarnir orðnir ríflega 450 talsins.
Hnífsdalur, líkt og önnur vestfirsk þorp, byggðist upp í kringum fiskveiðar og vinnslu. Í dag er þar öflugasta útgerðarfyrirtæki Vestfjarða og eitt hið öflugasta á landinu, Hraðfrystihúsið Gunnvör.
Í Hnífsdal er annar munni hinna nýju jarðganga sem komu í stað Óshlíðarvegarins á leiðinni til Bolungarvíkur. Óshlíðin er nú aflögð sem bílvegur en á góðviðrisdögum er afar vinsælt að ganga þar eða hjóla, enda er náttúrufegurðin einstök. Frá Skarfaskeri, skammt frá gangamunnanum, er fallegt útsýni um Djúp, yfir á Snæfjallaströnd og víðar. Þar hefur verið sett upp örnefnamynd fyrir þá sem vilja glöggva sig á staðháttum.
Sjálfur dalurinn er ákaflega fallegur til gönguferða hvort sem fólk vill hafa þær stuttar og þægilegar eða reyna meira á sig og fara hærra upp í fjöllin. Afar vinsælt er að ganga upp úr Hnífsdal og fara um Þjófaskarð yfir í Skutulsfjörð eða um Heiðarskarð til Bolungarvíkur.

Com_297_1___Selected.jpg
Hnífsdalur
GPS punktar N66° 6' 34.785" W23° 7' 12.724"
Póstnúmer

410

Hnífsdalur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Fitjateigur, Hnífsdalur
Íbúðir
  • Fitjateigur 3
  • 410 Hnífsdalur
  • 863-0180, 863-7039
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is