Djúpavík Djúpavík

Djúpavík er staðsett á Stöndum og er hluti af fámennasta sveitarfélagi Vestfjarða, Árneshrepp. Hreppurinn samanstendur af 53 íbúum og teygir sig frá Kaldrananeshreppi í suðri að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar í norðri. Yfirgefna síldarverksmiðjan og ryðgaða stálskipið í fjörunni eru lögnu orðin þekkt tákn Djúpuvíkur og Vestfjarða í heild.

Vegurinn að Djúpavík getur verið leiðinlegur, en þá borgar sig bara að hægja aðeins á sér og njóta þess stórkostlega útsýnis sem er á leiðinni því ferðalagið er svo sannarlega þess virði.

Com_318_1___Selected.jpg
Djúpavík
GPS punktar N65° 56' 28.458" W21° 35' 28.301"
Póstnúmer

524

Fólksfjöldi

30

Djúpavík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

StrandFerdir.is
Dagsferðir
 • Norðurfirði
 • 524 Árneshreppur
 • 849-4079
Minja- og handverkshúsið Kört
Söfn
 • Árnes II, Trékyllisvík
 • 524 Árneshreppur
 • 451-4025
Hólahólar
Ferðasali dagsferða
 • Norðurfjörður
 • 524 Árneshreppur
 • 893-1114

Aðrir

Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands
Svefnpokagisting
 • Valgeirsstaðir
 • 524 Árneshreppur
 • 568-2533, 862-3363
Gistiheimilið Bergistangi
Gistiheimili
 • Bergistangi
 • 524 Árneshreppur
 • 451-4003, 842-5779

Aðrir

Kaffi Norðurfjörður
Veitingahús
 • Norðurfjörður
 • 524 Árneshreppur
 • 451-4034, 691-1186, 862-3944
Saga og menning
Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.

Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.

Náttúra
Reykjaneshyrna

Reykjaneshyrna er fjall sem staðsett er við Ingólfsfjörð á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér við mynni fjarðarins. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og standir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is