Bolungarvík Víkin kæra, Víkin mín

Kaupstaðurinn Bolungarvík stendur við samnefnda vík og er nyrsti þéttbýlisstaður á Vestfjörðum. Það var Þuríður sundafyllir sem nam land í víkinni og eignaði sér ekki bara landið heldur einnig miðin þar út af. Miðin voru auðug og marga fýsti í að veiða þar. Það var Þuríður tilbúin til að leyfa en aðeins ef menn borguðu henni kollótta á fyrir. Þess vegna er stundum sagt að hún hafi verið fyrst Íslendinga til að innheimta veiðileyfagjald. Bolungarvík mun vera elsta verstöð landsins og er hennar m.a. getið í Fóstbræðrasögu. Öldum saman var hún líka ein allra stærsta verstöðin.
Föst byggð tók að myndast í Bolungarvík um 1880 og um aldamótin 1900 voru íbúar á svæðinu orðnir yfir 500 talsins. Á fyrstu árum nýrrar aldar átti sér stað mikil uppbygging í þorpinu sem breyttist í gróskumikinn bæ. Þó voru slæmar hafnaraðstæður nokkur þrándur í götu þess að vélbátaútgerð gæti þróast jafn hratt og þá var að gerast víða annars staðar. Árið 1911 var ráðist í hafnarbætur með byggingu brimbrjóts sem á næstu áratugum var lengdur mjög, breikkaður og efldur.
Saga Bolungarvíkur hefur alla tíð verið samofin hafinu, fiskveiðum og vinnslu. Margir landsþekktir afla- og útgerðarmenn hafa sett svip sinn á þá sögu. Þar ber ugglaust hæst Einar Guðfinnsson en fyrirtæki hans EG var um margra áratuga skeið eitt allra öflugasta útgerðarfélag landsins.
Bolungarvík er sannkölluð paradís ferðalangsins. Bærinn státar af tveimur frábærum söfnum, annars vegar er það hin endurgerða verbúð Ósvör og hins vegar náttúrugripasafn sem Náttúrustofa Vestfjarða hefur umsjón með. Í bænum er líka glænýr grasagarður þar sem hægt er að skoða fjölda vestfirskra jurta.
Á björtum degi jafnast ekkert á við að aka upp á Bolafjall og njóta þar stórkostlegs útsýnis yfir í Jökulfirði og Djúp. Sumir fullyrða raunar að þeir geti séð grilla í Grænland við bestu skilyrði. Vegurinn upp á Bolafjall er alla jafna opinn í júlí og ágúst en stundum lengur ef aðstæður eru góðar. Fari fólk upp á Bolafjall er tilvalið að halda áfram yfir í Skálavík þar sem ríkir einstök kyrrð og náttúrfegurð. Hraustmenni eiga það til að baða sig í sjónum þar í víkinni, en einnig er vinsælt að hoppa í ískaldan hylinn í Langá, steinsnar frá fjörunni. Skálavík er líka tilvalinn staður fyrir lengri og styttri gönguferðir og óvíða er betra að njóta miðnætursólarinnar á sumrin.
Önnur perla við bæjardyr Bolvikinga er Syðridalur. Þar er góður 18 teiga golfvöllur en einnig stöðuvatn og á þar sem hægt er að fá ódýr veiðileyfi. Innar í dalnum eru flottar gönguleiðir m.a. yfir í Hnífsdal og til Ísafjarðar en einnig er gönguleið upp að gamalli surtarbrandsnámu þar sem brúnkol voru unnin á árunum 1917-18.
Gamli Óshlíðarvegurinn, sem um árabil var einn alræmdasti vegur landsins, er nú aflagður sem akvegur eftir að hin nýju göng á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals voru opnuð. Á góðviðrisdögum er hlíðin nú afar vinsæl til gönguferða og hjólreiða enda er umhverfið stórbrotið.
Að allri þessari útivist lokinni er svo upplagt að láta líða úr sér í sundlauginni í Bolungarvík. Þetta er hugguleg innilaug en við hana er útisvæði með heitum pottum og vatnsrennibraut.
Sjóstangveiði hefur verið vaxandi liður í þjónustu við ferðafólk í Bolungarvík en einnig er boðið upp á bátaleigu með eða án skipstjóra. Þá er haldið uppi reglulegum siglingum frá Bolungarvík inn í Hornstrandafriðlandið á sumrin.

Com_296_1___Selected.jpg
Bolungarvík
GPS punktar N66° 9' 27.181" W23° 15' 2.618"
Póstnúmer

415

Bolungarvík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Frisbígolf
Golfvellir
 • Bernódusarlundur
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7381
Ferðaþjónustan Reykjarfirði
Svefnpokagisting
 • Hornstrandir
 • 415 Bolungarvík
 • 4567545, 892-1545
Víkurskálinn í Bolungarvík
Kaffihús
 • Þuríðarbraut 13
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7554
Hornstrandaferðir
Ferðasali dagsferða
 • Lækjarbryggja
 • 415 Bolungarvík
 • 862-2221
Hreystivöllur
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
 • Höfðastíg 3-5
 • 415 Bolungarvík
 • 450-7000
Golfklúbbur Bolungarvíkur
Golfvellir
 • Syðridal
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7072

Aðrir

Læknishúsið á Hesteyri
Gistiheimili
 • Læknishúsið Hesteyri
 • 415 Bolungarvík
 • 899-7661, 899-1515 (vetur), 899-7661 (sumar)
Ferðaþjónustan Reykjarfirði
Svefnpokagisting
 • Hornstrandir
 • 415 Bolungarvík
 • 4567545, 892-1545

Aðrir

Víkurskálinn í Bolungarvík
Kaffihús
 • Þuríðarbraut 13
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7554
Læknishúsið á Hesteyri
Gistiheimili
 • Læknishúsið Hesteyri
 • 415 Bolungarvík
 • 899-7661, 899-1515 (vetur), 899-7661 (sumar)
Bókakaffi Bolungarvíkur
Upplýsingamiðstöðvar
 • Aðalstræti 21
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7554
Náttúra
Surtarbrandsnáma

Í Syðridal, inn af Bolungarvík, er staðsett gömul surtarbrandsnáma. Surtarbrandur var numinn úr námunni á árunum 1917-1921, eða um og fram yfir fyrri heimstyrjöld. Ástæðan fyrir því að hætt var að vinna surtarbrand í námunni er vegna þess hversu ósamkeppnishæfur surtarbrandur er gagnvart brún- eða steinkolum sem tiltölulega auðvelt var að nálgast frá Evrópu eftir stríð. Surtarbrandurinn inniheldur um 60% kolefni en brún og steinkol á milli 70 og 80%. Námurnar í syðridal eru í raun tvær, Gilsnáma og Hanhólsnáma og eru þær eru sitt hvoru megin Gilsár. Gilsnáma, sem oft er talað um sem hina eiginlegu surtarbrandsnámu er rúmlega hundrað metra langur hellir þar sem enn má sjá tæki og tól sem notuð voru við námuvinnsluna. Hanhólsnáman hinsvegar er handan árinnar og stikla þarf yfir ána til þess að komast að henni. Hún er mun styttri eða um 5-10 metra löng og surtarbrandurinn auðséður. Opið inn í Gilsnámuna er mjög þröngt, en um leið og komið er inn er mikil lofthæð og vel hægt að standa uppréttur. Gangan upp að námunni tekur um 20-25 mínútur eftir stikaðri gönguleið og vel þess virði að kíkja á hana.

Saga og menning
Sjóminjasafnið Ósvör

Safnið samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Safnið gefur raunhæfa mynd af aðbúnaði vertíðarfólks og þeim búnaði sem notaður var til fiskvinnslu á vetrarvertíð á 19. öld. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur skinnklæðum, samskonar þeim sem notuð voru við sjósókn í Bolungarvík og lýsir því sem fyrir augu ber. Safnið stendur við Óshlíðaveg austast í víkinni.

Frekari upplýsingar um safnið má finna hér.

Náttúra
Bolafjall

Bolafjall er frábær útsýnisstaður fyrir ofan Bolungarvík og segja má að fjallið sé einn helsti viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn yfir sumarmánuðina en hann var byggður fyrir Radarstöðina sem staðsett er á fjallinu. Stöðin var byggð af ameríska hernum á áttunda áratugnum en er núna rekin af íslensku Landhelgisgæslunni. Áður en farið er upp á Bolafjall, eða jafnvel eftir, þá mælum við með því að ferðamenn kíki við í Skálavík

Vegurinn upp á fjallið er opnaður þegar aðstæður þykja vera orðnar góðar og lokað þegar snjóa tekur að hausti. Venjulega þá er vegurinn opinn frá miðjum júní til miðs septembermánaðar.

Náttúra
Skálavík

Skálavík er næsta vík vestan við Bolungarvík en þar var byggð allt til fimmta áratugar síðustu aldar. Núna er sumarbústaðaland í víkinni og oft mikið fjör. Á góðum sumardögum þá safnast fullt af fólki saman á stöndinni og ef vel er heitt þá er stundum hoppað í Hylinn í Langá. Skálavík er paradís fyrir börn og algjörlega upplagt að stoppa þar og leika. Á leiðinni til baka er fullkomið tækifæri að kíkja upp á Bolafjall og kíkja aðeins á útsýnið.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is