Bíldudalur Arnarfjörður

Bíldudalur stendur við hinn ægifagra Arnarfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Fiskveiðar- og vinnsla hafa verið stór þáttur í atvinnulífi Bíldælinga í gegnum tíðina en þeir voru einnig í forystu í verslunarmálum Íslendinga á sínum tíma. Eftir að einokuninni var aflétt stofnaði Ólafur Thorlacius verslun og varð umsvifamesti kaupmaður landsins. Hann gerði út þilskip, átti flutningaskip og varð fyrstur Íslendinga til að sigla með saltfisk beint á markað á Spáni. Seint á 19. öld hóf Pétur J. Thorsteinsson útgerð og verslun á Bíldudal og fór þá í hönd mesti uppgangstími í sögu bæjarins, enda hefur Pétur oft verið kallaður faðir Bíldudals. Hinn kunni listmálari Muggur var sonur Péturs.
Bíldudalur hefur uppá ótal margt að bjóða fyrir þá sem þangað leggja leið sína. Fyrst má nefna safn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara sem helgað er sögu Íslenskrar dægurtónlistar. Þá er í bænum nýlegt Skrímslasetur sem helgað er sjóskrímslum við strendur Íslands en Arnarfjörður er einmitt þekktur fyrir mörg kyngimögnuð sjóskrímsli. Frá Bíldudal er líka hægt að komast í sjóstangveiði eða í ferð á slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði. Þá er vinsælt að aka út með firðinum allt vestur í Selárdal að skoða höggmyndir Samúels Jónssonar en á þeirri leið eru líka fallegar fjörur og ægifagrir dalir þar sem gott er að ganga í blíðunni. Á Bíldudal er níu holu golfvöllur og ekki má gleyma lauginni í Reykjafirði, steinsnar frá þorpinu, þar sem hægt er að láta fara vel um sig á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Com_302_1___Selected.jpg
Bíldudalur
GPS punktar N65° 41' 9.256" W23° 35' 55.911"
Póstnúmer

465

Bíldudalur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Skrímslasetrið
Söfn
 • Strandgata 7
 • 465 Bíldudalur
 • 4566666, 896-3109
Melódíur minninganna - Jón Kr. Ólafsson
Söfn
 • Reynimelur / Tjarnarbraut 5
 • 465 Bíldudalur
 • 456-2186, 845-5518
Bíldudalur - Flugfélagið Ernir
Innanlandsflug
 • Bíldudalsflugvöllur
 • 465 Bíldudalur
 • 562-4200
Golfklúbbur Bíldudals
Golfvellir
 • Hóll
 • 465 Bíldudalur
 • 895-2500, 895-2500

Aðrir

Skrímslasetrið
Söfn
 • Strandgata 7
 • 465 Bíldudalur
 • 4566666, 896-3109
Vegamót
Kaffihús
 • Tjarnarbraut 2
 • 465 Bíldudalur
 • 4562232
Náttúra
A húsið í Fossfirði

Í Fossfirði, einum fjarðanna sem liggja inn af Arnarfirði er að finna svokallað A hús, sem hefur vakið heimsathygli á samfélagsmiðlum og víðar fyrir þær sakir að það er afar sérstakt í laginu og stendur eitt og yfirgefið á fallegum stað. Húsið hefur verið mjög vinsælt á meðal ljósmyndara og forvitinna ferðalanga.

Saga og menning
Gamla smiðjan á Bíldudal

Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum sem fáanleg voru á þeim tíma. Smiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í þjónustu við báta og útgerð á staðnum og var rekin í sama húsnæði í yfir 100 ár. Hægt að skyggnast betur í söguna með heimsókn í smiðjuna. Smiðjan verður opin á auglýstum opnunartíma á sumrin, en þess utan er hægt að fá leiðsögn fyrir hópa.

Náttúra
Foss í Fossfirði

Fossfjörður er einn af svokölluðum Suðurfjörðum, sem ganga inn úr Arnarfirði. Suðurfirðirnir eru Bíldudalsvogur, Fossfjörður, Reykjarfjörður, Trostansfjörður og Geirþjófsfjörður. Fossfjörður er þeirra vestastur. í botni Fossfjarðar er bærinn Foss og þar er einnig að finna fallegan foss sem heitir einfaldlega Foss. Í Fossfirði er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem hefur fengið nafnið A-húsið. Húsið er gamalt yfrigefið sem hefur verið vinsælt myndefni ferðalanga fyrir þær sakir að það er afar sérstakt í laginu og stendur á fallegum stað.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is