Bíldudalur Arnarfjörður

Bíldudalur stendur við hinn ægifagra Arnarfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Fiskveiðar- og vinnsla hafa verið stór þáttur í atvinnulífi Bíldælinga í gegnum tíðina en þeir voru einnig í forystu í verslunarmálum Íslendinga á sínum tíma. Eftir að einokuninni var aflétt stofnaði Ólafur Thorlacius verslun og varð umsvifamesti kaupmaður landsins. Hann gerði út þilskip, átti flutningaskip og varð fyrstur Íslendinga til að sigla með saltfisk beint á markað á Spáni. Seint á 19. öld hóf Pétur J. Thorsteinsson útgerð og verslun á Bíldudal og fór þá í hönd mesti uppgangstími í sögu bæjarins, enda hefur Pétur oft verið kallaður faðir Bíldudals. Hinn kunni listmálari Muggur var sonur Péturs.
Bíldudalur hefur uppá ótal margt að bjóða fyrir þá sem þangað leggja leið sína. Fyrst má nefna safn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara sem helgað er sögu Íslenskrar dægurtónlistar. Þá er í bænum nýlegt Skrímslasetur sem helgað er sjóskrímslum við strendur Íslands en Arnarfjörður er einmitt þekktur fyrir mörg kyngimögnuð sjóskrímsli. Frá Bíldudal er líka hægt að komast í sjóstangveiði eða í ferð á slóðir Gísla Súrssonar í Geirþjófsfirði. Þá er vinsælt að aka út með firðinum allt vestur í Selárdal að skoða höggmyndir Samúels Jónssonar en á þeirri leið eru líka fallegar fjörur og ægifagrir dalir þar sem gott er að ganga í blíðunni. Á Bíldudal er níu holu golfvöllur og ekki má gleyma lauginni í Reykjafirði, steinsnar frá þorpinu, þar sem hægt er að láta fara vel um sig á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Com_302_1___Selected.jpg
Bíldudalur
GPS punktar N65° 41' 8.198" W23° 35' 56.605"
Póstnúmer

465

Fólksfjöldi

171

Bíldudalur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Harbour Inn Guesthouse / Beffa Tours
Ferðasali dagsferða
 • Dalbraut 1
 • 465 Bíldudalur
 • 456-5005, 898-2563
Golfklúbbur Bíldudals
Golfvellir
 • Hóll
 • 465 Bíldudalur
 • 456-2569, 895-2500
Melódíur minninganna - Jón Kr. Ólafsson
Söfn
 • Reynimelur / Tjarnarbraut 5
 • 465 Bíldudalur
 • 456-2186, 845-5518
Saga og menning
Listasafn Samúels í Selárdal

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað þann 4. apríl 1998. Tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð og kynna verk Samúels innan lands sem utan. Félagið hóf viðgerðir á listaverkum Samúels árið 2004,.en Gerhard König myndhöggvari tók að sér verkstjórn og hefur hann unnið að viðgerðum í Selárdal s.l. sumur í umboði félagsins.

Sumarið 2005 gerði Gerhard við styttur Samúels og kom ljónagosbrunninum í gagn. 2006 og 2007 unnu ungmenni frá Þýskalandi undir stjórn Gerhards að vinna að viðgerðum á Listasafnshúsi Samúels. Nú er verið að hanna íbúð og vinnuaðstöðu fyrir lista- og fræðimenn ásamt lítilli sölubúð í endurgerð íbúðarhúss Samúels. Sumarið 2008 lauk hópur frá Þýskalandi viðgerðum ásamt hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða frá Seeds-samtökunum.

Sími: 896-8520 (Ólafur Hannibalsson)
olafur@sogumidlun.is (Ólafur Engilbertsson)
www.sogumidlun.is/index.php?m=&id=M_SAMUEL

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Markaðsstofa Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-3002
 • travel(at)westfjords.is