Flýtilyklar
Holt Inn sveitahótel
Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þaraf eitt fjölskylduberhergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.
Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð.
Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.
Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina.
Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet.
Holt

Sumarverð 2020
Sumarið 2020 bjóðum við 20% afslátt af öllum herbergjum en 30% afslátt ef gist er fleiri en eina nótt. Öll herbergi eru með morgunverði.
Ein nótt með morgunverði og sérbaði:
- Eco tveggja manna 16.000 kr.
- Standard tveggja manna 17.600 kr.
- Deluxe tveggja manna 20.800 kr.
- Deluxe triple herbergi 24.800 kr.
- Eins manna herbergi 13.600 kr.
Tvær nætur með morgunverði og sérbaði:
- Eco tveggja manna 28.000 kr.
- Standard tveggja manna 30.800 kr.
- Deluxe tveggja manna 36.400 kr.
- Deluxe triple herbergi 43.400 kr.
- Eins manna herbergi 23.800 kr.
Börn 6 ára og yngri dvelja frítt ef ekki er þörf á aukarúmi. Max 2 börn á hvert herbergi.
Barnaferðarúm eru í boði án aukakostnaðar
Það er möguleiki á að bæta við rúmi og eða dýnu í eitt af deluxe herbergjunum. Verð pr. nótt 3.000 kr.
Afbókunarskilmálar: afbóka skal 7 dögum fyrir innritunardag. Ef afbókað er með skemmri en 7 daga fyrirvara þá er heimilt að rukka fyrir alla bókunina.
Við erum með opið allt árið í kring.
Heitur pottur er í boði fyrir gesti.
Holt Inn sveitahótel - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands