Flýtilyklar
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum
Haustið 2010 hófst samstarf Félags áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar, Reykhólahrepps og æðarræktarfélagsins Æðarvéa um að sameina Hlunnindasýninguna á Reykhólum og Bátasafn Breiðafjarðar. Sumarið 2011 var síðan opnuð ný sýning á grunni gömlu sýninganna og fékk hún heitið Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum.
Sýningin er gluggi að skemmtilegum heimi fugla, báta og náttúrunytja Breiðafjarðar. Meðal annars fá gestir að kynnast æðarfuglinum á sérstakan hátt og fræðast um gömlu súðbyrðingana með breiðfirska laginu.
Á þessari lifandi sýningu er hægt að sjá stuttar og lengri heimildamyndir um lífið í Breiðafjarðareyjum, sem teknar voru um miðbik síðustu aldar.
Í sama húsi er upplýsingamiðstöð ferðamannsins.
Opið frá 1. júní til 31. ágúst frá 11:00-17:00 og eftir samkomulagi að vetri til.
Maríutröð
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands