Flýtilyklar
Pollurinn
Pollurinn er nokkru utan við kauptúnið Tálkafjörð og uppi í hlíðinni. Pollurinn er í raun þrískiptur, tveir setpottar og einn nokkru dýpri. Búningshús er á staðnum og er því viðhaldið af hreppnum, en vakin skal athygli á því að engin salernisaðstaða er á staðnum og bannað að tjalda.
Góð aðsókn er í Pollinn, bæði af Tálknfirðingum og gestum enda er stemmingin þar ótrúlega góð og ekkert jafnast á við útsýnið út á Tálknafjörðin í allri sinni dýrð
Ókeypis aðgangur.
Pollurinn - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands