Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vetur á Ísafirði

20150502-_dsc0803.jpg
Vetur á Ísafirði

Sumir myndu segja að það sé andlega erfitt að búa á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. Ég er alveg viss um að þú munir sýna þeim nýja sýn á lífið er þeir sjá myndirnar sem þú munt taka. Dansandi norðurjós, skíðaferðir, kayakferðir, óteljandi sundferðir og svo margt annað. Þú færð einnig að upplifa veturinn á öðru stigi en áður og hugsanlega lokast inni heima hjá þér vegna snjóflóðahættu á þjóðvegunum. Frá seinni hluta nóvembermánaðar og fram undir seinni hluta janúarmánaðar þá njóta stórir hlutar Vestfjarðakjálkans ekki sólarljóssins svo þú mátt alls ekki gleyma því að taka D vítamín skammtinn með þér. Fullkominn tími fyrir heitt súkkulaði, góða bók og kertaljós

Vetrarafþreying

Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. 

Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær samanstendur af mörgum byggðarkjörnum. Sveitarfélagið varð til þegar stórvægileg sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum átti sér stað árið 1996. Þá sameinuðust Þingeyri, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyri, Suðureyri og Ísafjörður undir nafninu Ísafjarðarbær. Fimm byggðarkjarnar eru í sveitarfélaginu en það eru Ísafjörður, Hnífsdalur, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Íbúar sveitarfélagsins eru rúmlega 3.500. Flest öll þjónusta er til staðar í sveitarfélaginu en megin þjónustukjarninn er staðsettur á Ísafirði. 

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is