Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samgöngur

Samgöngur

Hvort sem ætlunin er að aka um á eigin vegum, ferðast með rútu eða fara gangandi, hjólandi eða jafnvel fljúgandi um landið, er af nógu að taka á Vestfjörðum. Hér má finna 3 flugvelli sem þjónusta áætlunarflug, fjöldan allan af bílaleigum, hjólaleigur, áætlunarbáta og rútur. 

Ferjur

Ferjan Baldur er eina bílaferjan á Vestfjörðum og tengir Vestfirði við Snæfellsnes með ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Á Vestfjörðum má einnig finna áætlunarbáta sem ferja farþega og farangur á milli staða. 

Flug til Íslands

Hægt er að bóka flug til Íslands með einhverju íslensku flugfélaganna eða einhverju þeirra fjölmörgu erlendu flugfélaga sem hér hafa viðkomu.

Skipaferðir til Íslands

Þó að algengast sé að fólk ferðist til og frá Íslandi með flugi er einnig nokkuð um að fólk komi hingað með skipi. Ferjan Norræna hefur viðdvöl á austurlandi, en einnig koma hingað fjölmörg skemmtiferðaskip á hverju ári, sem leggja að í öllum landshlutum.

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum er á Vestfjörðum. Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Leigubílar

Hægt er að nálgast leigubíla í ýmsum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Þeir eru allir með mæli og rukka bæði fast upphafsgjald og mínútugjald sem leggst þar ofan á.

Innanlandsflug

Til Vestfjarða fljúga tvö flugfélög sem sinna áætlunarflugi, Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is