Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði Norðurfjörður

ingolfsfjordur2.jpg
Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Ingólfsfjörður á Ströndum er næsti fjörður norðan Norðurfjarðar. Lítið er um undirlendi í firðinum nema þá helst í botninum. Helstu kennileiti í firðinum eru fjöllin Kálfatindur, Eyrarfell og Glyssa og hinsvegar síldarvinnslan í firðinum. Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952. Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið er komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði. Vegurinn er torfær, erfiður yfirferðar og eingönglu ætlast til þess að fólk á vel útbúnum jeppum sé þar á ferð. Svæðið er heillandi og auðvelt að týnast innan um byggingamagnið og tómleikann í steyptum verksmiðjuhúsunum. 

Gamla Síldarvinnslan í Ingófsfirði

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952. Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið er komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is