Síldarverksmiðjan í Djúpavík Djúpavík

20150819-dsc02543-002.jpg
Síldarverksmiðjan í Djúpavík

Síldarverksmiðjan á Djúpavík var opnuð árið 1935 og var hún stærsta og flottasta síldarverksmiðja á landinu. Ásamt því að vera stærsta og flottasta síldarverksmiðja á landinu var þetta líka stærsta steinsteypta húsið sem reist hafði verið á Íslandi á þeim tíma. í vinnslunni voru líka öll fullkomnustu tæki þess tíma. Þarna var nútiminn mættur í öllu sínu veldi því svona flottar græjur til vinnslu höfðu aldrei sést áður á Íslandi. Starfsmenn verksmiðjunnar voru um 60, en á annað hundrað manns störfuðu við söltunina. Önnur störf voru líka töluverð, bæði á skrifstofum, mötuneyti og öðru. Síldarstarfsfólkinu fannst skrítið að koma til Djúpuvíkur því þar var hvorki kirkja, Lögregla, Hreppstjóri, kaffihús né rúntur. Verksmiðjan er sögð hafa borgað sig upp á mettíma og því sá ekki nokkur maður eftir því að hún hefði verið byggð. Árið 1951 var síldin nær alveg horfinn úr Húnaflóanum og því fór að líða að seinnu hluta Djúpavíkurævintýrisins. Árið 1954 þögnuðu allar vélar í Djúpuvík og fólk tók að flytja í burtu af svæðinu því atvinnan var orðin af skornum skammti. Þorpið sem hafði myndast varð mannlaust og var það allt til ársins 1985. Það ár má segja að afi verið ákveðinn tímapuntur í sögu Djúpavíkur. Gamli kvennabragginn var gerður upp og opnað þar Hótel, Hótel Djúpavík. Staðarhaldarar á svæðinu hafa endurgert hluta af verksmiðjuhúsunum og bjóða núna gestum að koma í leiðsöguferð í gegnum síldarverksmiðjuna. Einnig er búið að opna þar sögusýningu Djúpavíkur sem gaman er að skoða. 

Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og frá kl. 14:00 - 17:00.

Leiðsögn um verksmiðjuna hefst alla daga kl. 14:00.

Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma Hótels Djúpavíkur: 451-4037 og á heimasíðunni www.djupavik.is

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is