Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kyrrðin

20151101-dsc00374.jpg
Kyrrðin

Það má víða á Vestfjörðum finna alveg einstaka kyrrð. Vestfirðir hafa lengi verið paradís göngugarpa og er hægt að fara í margra daga ferðir og oft er hægt að ganga í heilan dag án þess að hitta nokkra lifandi sálu. Þarft þú hvíld frá ys og þys hversdagslífsins þá gæti verið notalegt að setjast í fjöruna og slappa af og hlusta á náttúruhljóðin og ekkert annað. 

Náttúrulaugar

Það er fátt betra en að skella sér í náttúrulaug eftir langan dag á ferðalagi hvort sem það er að sumri eða vetri. Á Vestfjörðum má finna margar heitar laugar, allt frá algjörlega manngerðum laugum og yfir í 100% náttúrulaugar. Vegna þess hve margar laugar eru á öllum Vestfjörðum opnast einnig sá möguleiki að þræða Vestfirðina og elta uppi allar þær heitu laugar sem eru í boði. 

Dýralíf

Villta Vestrið

Á Vestfjörðum má finna mikið af villtum dýrum, þar má einnig finna stærsta fuglabjarg í Evrópu, margar skemmtilegar eyjur sem iða af lífi. Hægt er að fara í styttri ferðir í fuglaeyjurnar Vigur í Ísafjarðardjúpi og Grímsey í Steingrímsfirði. 

Á sumrin er töluvert mikið um hval á Vestfjörðum og er meðal annas boðið upp á hvalaskoðunarferðir með RIB-bát frá Ísafirði. Þegar ferðast er um á Vestfjörðum er ekki ósjaldgæft að sjá seli á sundi eða að spóka sig í fjörunni. Í Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi má yfirleitt finna seli, á Rauðasandi er boðið upp á skoðunarferðir niður á sandinn þar sem má finna mikið af sel. 

En það eru ekki bara fuglar, hvalir og selir á Vestfjörðum, þar má einnig finna refi. Þetta umdeilda dýr er að finna víða á Vestfjörðum en einnig má oft yfir sumartímann hitta yrðling á Melrakkasetrinu í Súðavík. 

 

Náttúruperlur

Á Vestfjörðum eru margar náttúruperlur sem þú vert er að skoða á ferð þinni um Vestfirði. Hefur þú heyrt fuglakliðinn við Látrarbjarg, hlaupið á rauðum sandi eða fengið úðann af Dynjanda yfir þig? Þetta er aðeins brot af því sem þú verður að prófa.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is