Reykhólar Unaður augans

reykholar-06.jpg
Reykhólar

Reykhólahreppur er ríkur bæði af sögu og náttúrufegurð. Svæðið er paradís fyrir áhugafólk um fugla, en grynningar, leirur, votlendi, móar og klettar skapa skilyrði fyrir ótrúlega fjölbreytt fuglalíf. Óvíða á Íslandi er hægt að sjá jafn margar fuglategundir á einum stað eins og á Reykhólum. Reykhólar eru líka sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestir möguleikar eru á því að sjá haförn á sveimi. Reykhólar eru sögufrægur staður, fornt höfuðból og einhver allra besta bújörð landsins á öldum áður. Á Reykhólum eru tvær frábærar heilsulindir, annars vegar sundlaugin góða Grettislaug, og hins vegar hin glænýju þaraböð Sjávarsmiðjunnar. Þá er í þorpinu Báta- og hlunnindasýning sem kemur gestum í beint samband við lífsbaráttu fyrri alda og útskýrir hvernig hlunnindi í hafinu, á ströndinni og í eyjunum voru nýtt. Frá Reykhólum er líka hægt að komast í siglingar um hinar ægifögru eyjar Breiðafjarðar og ekki má heldur gleyma því að í nágrenninu er urmull fallegra gönguleiða. Vaðalfjöllin, gígtapparnir tignarlegu sem teygja sig upp í heiðan himininn og Borgarlandið með sínu magnaða útsýni og huldukaupstaðnum Bjartmarssteini eru bara örfá dæmi um þá töfraveröld sem umlykur Reykhóla.

Fuglaskoðun

Fuglaskoðun getur verið skemmtileg afþreying. Það er bæði hægt að fara í skipulagðar fuglaskoðunarferðir með leiðsögumanni en einnig er hægt að heimasækja staði eins og Reykhóla, Látrarbjarg eða Strandir og skoða fugla upp á eigin spýtur. 

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is